Íranir neita ábyrgð í árásum á olíuvinnslustöðvar Sádi-Arabíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2019 09:37 Planet Labs náði mynd af reiknum sem steig upp eftir sprenginguna í olíuvinnslustöðinni á einn gervihnatta sinna. ap/Planet Labs Inc Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar. Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Íranir neituðu í morgun að hafa átt hlut í drónaárásum jemenskra uppreisnarmanna á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar á laugardag. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Írani í gær um að bera ábyrgð á árásinni. Frá þessu er greint á vef fréttastofu AP. Hætta þurfti framleiðslu tímabundið í Abqaiq olíuvinnslustöðinni og á Khurais olíuakrinum en jemenskir Húta-uppreisnarmenn lýstu yfir ábyrgð á árásunum í gær. Önnur stöðin sem sprengd var er sú stærsta í heimi og talið er að flutningur allt að 5,7 milljón olíutunna muni frestast en yfirvöld í Riyadh segja byrgðir ríkisins vera nægar til að bjarga málunum. Talið er að árásin muni hafa gríðarleg áhrif á orkuverð í heiminum en hún jók einnig spennu á svæðinu til muna og þá sérstaklega á milli Íran og Bandaríkjanna. Mikil átök hafa verið á milli ríkjanna tveggja vegna kjarnorkusamnings sem ríkin skrifuðu undir, ásamt fleiri stórríkjum, árið 2015. Bandaríkin sögðu sig frá samningnum í fyrra og hefur Íran orðið uppvíst um samningsbrot síðan þá. Seint í gærkvöldi leitaði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Twitter og sakaði þar Íran um að bera ábyrgð á árásinni án þess að færa rök fyrir máli sínu. Bandaríkin, ásamt fleiri vestrænum ríkjum, bandamenn þeirra við Persaflóa og sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum segja Írani sjá Hútum fyrir vopnum og drónum en Tehran hefur ítrekað neitað því. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, Abbas Mousavi, sagði ásakanir Pompeo stoðlausar og þýðingarlausar.
Bandaríkin Íran Jemen Sádi-Arabía Tengdar fréttir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44 Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48 Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu dregst saman eftir drónaárásir Olíuframleiðsla í Sádi-Arabíu hefur dregist verulega saman í dag eftir drónaárásir á tvær af stærstu olíuframleiðslustöðvar landsins. Stöðvarnar eru í eigu ríkisfyrirtækisins Aramco, en hinir jemensku Húta-uppreisnarmenn hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. 14. september 2019 19:44
Drónaárásirnar gætu leitt til umtalsverðra eldsneytis- og verðlagshækkana hér á landi Drónaárásir á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar gætu haft mikil áhrif um allan heim. 15. september 2019 13:48
Segir Írani bera ábyrgð á drónaárásunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli á Twitter fyrr í dag. Þar sakaði hann Írani um að standa að baki drónaárásum á tvær sádiarabískar olíuvinnslustöðvar. 14. september 2019 22:44