Efast um forsendur fjárlaga Sveinn Arnarsson skrifar 13. september 2019 07:15 Bjarni Benediktsson mælti fyrir fjárlögunum í gær. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, fyrir árið 2020, fór fram í gær. Stjórnarandstöðuþingmenn telja forsendur fjárlaga ekki halda þar sem staða og horfur í íslensku efnahagslífi séu verri en fjárlögin geri ráð fyrir. Samkvæmt forsendum fjárlaga eru hagspár á einu máli um að hagkerfið vaxi að nýju frá árinu 2020. Einnig segir að efnahagsáföll á fyrri hluta ársins, fall WOW og loðnubrestur, svo dæmi séu tekin, hafi ekki haft víðtæk áhrif. Óvissa ríkir þó í heimsbúskapnum og verri hagþróun meðal helstu viðskiptaríkja Íslands og takmarkanir á alþjóðaviðskiptum geta hamlað innlendum efnahagsbata. Fjárlagafrumvarpið byggir á hagspá Hagstofunnar frá því í maí. Fram kemur einnig í frumvarpinu að spáin sé bjartsýn í samanburði við spár annarra greiningaraðila. „Vísbendingar eru hins vegar um að vöxtur einkaneyslu geti verið minni í ár en gert er ráð fyrir í spánni þar sem innflutningur neysluvara og bifreiða dróst töluvert saman á fyrri helmingi ársins,“ segir berum orðum í frumvarpi Bjarna Benediktssonar. „Alþjóðlegar hagvaxtarhorfur hafa versnað enn frá framlagningu endurskoðaðrar fjármálastefnu í vor og hættan á niðursveiflu í helstu viðskiptalöndum hefur magnast.“Þorsteinn VÃglundsson, Eygló HarðardóttirÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði einmitt formann fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, hvort þetta væru ekki of miklar bjartsýnisspár. „Erum við að byggja þetta frumvarp á raunhæfum forsendum? Verðum við í stöðu til að standa við þau loforð sem hér eru gefin?“ spurði þingmaðurinn. „Ég óttast að efnahagslegar forsendur þessara fjárlaga muni ekki standast. Ég óttast að hér sjáum við vísvitandi framsett allt of bjartsýnar horfur sem okkur ber engin skylda til að gera bara til þess að ríkisstjórnin geti staðið hér og veitt innistæðulaus loforð í umræðu um fjárlög.“ Willum var sammála um að forsendur fjárlaganna væru stóra málið í frumvarpinu. „Þetta er í raun stóra spurningin sem við þurfum að spyrja okkur að. Ég met að við höfum lagt grunninn vel í endurskoðaðri stefnu sem eykur líkurnar á því að þetta gangi upp og vonandi gerir það það og ég hef fulla trú á því.“Gagnrýna nýjan urðunarskatt Stefnt er að því í fjárlagafrumvarpinu að ríkið innheimti um þrjá milljarða með nýjum urðunarskatti á fyrirtæki. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gagnrýnir þessi áform. „Hætt er við því að innleiðing urðunarskatts endi sem hrein tekjuöflun fyrir ríkissjóð á meðan ekki er brugðist við þeim vanda sem uppi er hvað varðar aðstöðu- og úrræðaleysi við meðhöndlun slíks úrgangs,“ segir Sigurður. „Fyrirtæki og heimili landsins vilja standa sig vel í úrgangsmálum en ekki eru til staðar nauðsynleg úrræði svo hægt sé að farga úrgangi með fullnægjandi hætti hér á landi. Ekki verður séð að urðunarskatturinn leysi þessa stöðu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira