Rottugangur og óvæntur meðleigjandi á meðal viðfangsefna Leigjendalínu Orators Andri Eysteinsson skrifar 12. september 2019 22:00 Leigjendalínan er starfrækt þriðja veturinn í röð Orator Orator, félag laganema við Háskóla Íslands heldur í vetur út Leigjendalínu Orators og ÖLMU. Leigjendalínan sem býður leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði er því starfrækt þriðja veturinn í röð. Línan verður opin alla þriðjudaga í vetur frá 18-20 Laganemar í sjálfboðavinnu sinna ráðgjöf og hafa innan handar reynslumikinn lögfræðing sem aðstoðar við starfið. Guðjón Andri Jónsson, formaður Orators, segir álitaefnin sem rata á borð Leigjendalínunnar vera fjölbreytt, allt frá fyrirspurnum til raunverulegra deilumála. Sem dæmi um mál sem rataði til laganema Orators nefnir Guðjón að leigjandi hafi kvartað yfir framgöngu leigusala. Leigjandinn hafi kvartað undan rottugangi í íbúðinni en mætti þeim svörum að hann skyldi einfaldlega takast á við vandann sjálfur.Jónas M. Torfason, Guðjón A. Jónsson, formaður Orators og Alexandra Líf Ívarsdóttir við störf fyrir leigjendalínu Orators og ÖLMU.OratorGuðjón nefnir þá einnig mál erlends námsmanns sem hafði leigt íbúð hér á landi yfir veturinn. Eftir að hann hafði komið inn í íbúðina komst námsmaðurinn að því að leigusalinn hafði leigt annað herbergi út í íbúðinni. Guðjón segir að leigusalinn hafi neitað að endurgreiða leiguna og því hafi verið leitað til laganemanna í Leigjendalínunni. Leigufélagið ALMA hefur verið bakhjarl verkefnisins frá upphafi, en hluti þess styrks felst í greiðslu launa lögfræðings sem sinnir ráðgjöfinni ásamt laganemum. „Lögfræðingurinn er auðvitað með öllu óháður ÖLMU og eiginleg aðkoma félagsins að ráðgjöfinni er engin. Verkefnið er einfaldlega hluti af þeirri viðleitni ÖLMU að stuðla að traustum og öruggum leigumarkaði, þar sem leigjendur eru upplýstir um réttindi sín og skyldur,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri ÖLMU. Húsnæðismál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Orator, félag laganema við Háskóla Íslands heldur í vetur út Leigjendalínu Orators og ÖLMU. Leigjendalínan sem býður leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf um réttindi og skyldur á leigumarkaði er því starfrækt þriðja veturinn í röð. Línan verður opin alla þriðjudaga í vetur frá 18-20 Laganemar í sjálfboðavinnu sinna ráðgjöf og hafa innan handar reynslumikinn lögfræðing sem aðstoðar við starfið. Guðjón Andri Jónsson, formaður Orators, segir álitaefnin sem rata á borð Leigjendalínunnar vera fjölbreytt, allt frá fyrirspurnum til raunverulegra deilumála. Sem dæmi um mál sem rataði til laganema Orators nefnir Guðjón að leigjandi hafi kvartað yfir framgöngu leigusala. Leigjandinn hafi kvartað undan rottugangi í íbúðinni en mætti þeim svörum að hann skyldi einfaldlega takast á við vandann sjálfur.Jónas M. Torfason, Guðjón A. Jónsson, formaður Orators og Alexandra Líf Ívarsdóttir við störf fyrir leigjendalínu Orators og ÖLMU.OratorGuðjón nefnir þá einnig mál erlends námsmanns sem hafði leigt íbúð hér á landi yfir veturinn. Eftir að hann hafði komið inn í íbúðina komst námsmaðurinn að því að leigusalinn hafði leigt annað herbergi út í íbúðinni. Guðjón segir að leigusalinn hafi neitað að endurgreiða leiguna og því hafi verið leitað til laganemanna í Leigjendalínunni. Leigufélagið ALMA hefur verið bakhjarl verkefnisins frá upphafi, en hluti þess styrks felst í greiðslu launa lögfræðings sem sinnir ráðgjöfinni ásamt laganemum. „Lögfræðingurinn er auðvitað með öllu óháður ÖLMU og eiginleg aðkoma félagsins að ráðgjöfinni er engin. Verkefnið er einfaldlega hluti af þeirri viðleitni ÖLMU að stuðla að traustum og öruggum leigumarkaði, þar sem leigjendur eru upplýstir um réttindi sín og skyldur,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri ÖLMU.
Húsnæðismál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira