Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. september 2019 17:38 Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar. Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Veggjöld innan höfuðborgarsvæðisins koma verst niður á tekjulágum að mati framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann efast um að bíleigendur eigi eftir að samþykkja svo íþyngjandi álögur. Umræðan um þunga umferð innan höfuðborgarsvæðisins hefur verið hávær síðustu daga og vikur sem ríki og sveitarfélögin á svæðinu leita leiða til þess að leysa. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kynntu í gær, fyrir kjörnum fulltrúum sveitarfélaganna, framtíðarsýn ríkis og sveitarfélaga um samgöngur á svæðinu. Gert er ráð fyrir að 125 milljarðar verði settir í hinar ýmsu framkvæmdir til ársins 2033 að viðbættu framlagi ríkisins úr samgönguáætlun. Framkvæmdir sem eru nefndar eru mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, Miklubraut og Sæbraut í stokk en þyngst vega framkvæmdir við fyrirhugaða borgarlínu sem áætlað er að hefjist 2021.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifrieðaeigenda.Vísir/Baldur„Fólk hefur ekki efni á þessu“ Gert er ráð fyrir því að helmingur fjármagnsins sem leggja á í framkvæmdirnar, eða 60 milljarðar, verði innheimt með veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins sem framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að komi til með að koma verst niður á þeim tekjulægstu. En tölur sem hafa verið nefndar eru á bilinu tvö til sex hundruð krónur fyrir hverja ferð. „Þetta gætu verið auknar álögur um allt að 400 þúsund krónur á ári fyrir margar fjölskyldur hérna á höfuðborgarsvæðinu og þetta myndi leggjast þyngst á þá sem eru á jaðrinum á byggðinni. Fyrir fólk sem er í stórum tekjum þá skiptir þetta litlu máli en fyrir fólk sem er á lágmarkslaunum eru þetta verulegar fjárhæðir. Þetta eru tvö mánaðarlaun yfir eitt ár. Þú getur rétt ímyndað þér - fólk hefur ekki efni á þessu,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir í samtali við fréttastofu að búið sé að kynna metnaðarfull markmið um uppbyggingu á samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Engar tölur hafi verið ákveðnar og þá eigi alveg eftir að útfæra hugmyndirnar.Skiptar skoðanir eru á milli ökumanna um gjaldtöku á stofnbrautumVísir/Stöð 2Ekki allir tilbúnir til þess að greiða gjald á stofnbrautum Bíleigendur eru hins vegar ekki allir tilbúnir til þess að greiða veggjöld á helstu stofnleiðum innan svæðisins. „Við erum búin að borga okkar skatta í veggjöld nú þegar“ segir Þorvaldur Stefánsson.Ertu til í að greiða einhverja ákveðna upphæð fyrir að keyra Ártúnsbrekku í hvert og eitt skipti? „Nei ég er ekki til í það,“ segir Þorvaldur. „Ég hélt að við borguðum nóg í bensíninu okkar og í öðrum gjöldum en það virðist vera notað í eitthvað annað held ég,“ segir Ægir Kópsson. „Ég held að það sé bara allt í góðu ef að við hættum að eyða hálfum deginum á stofnbrautunum þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu,“ segir Einar Jóhann Stefánsson.Telur þú að þetta sé ekki aukin skattbyrgði á heimilin? „Að sjálfsögðu er það en hvað eigum við að gera?,“ segir Einar.
Borgarlína Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25