MDE spyr um hæfi dómara í málum allra föllnu bankanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2019 06:00 Meint vanhæfi sex dómara við Hæstarétt í svokölluðum hrunmálum er til skoðunar hjá MDE Fréttablaðið/Eyþór Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þrjú aðgreind mál stjórnenda allra föllnu bankana eru til efnismeðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Þau varða öll dómara við Hæstarétt sem viku ekki sæti í sakamálum þrátt fyrir fjárhagslegt tap við fall bankana. Málin eru öll komin í gegnum frávísunarsíu dómstólsins og verða því tekin til efnismeðferðar nema ríkið nái sáttum við stefnendur. Mál Elínar Vigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, fór fyrst til Strassborgar. Elín var sýknuð af þátttöku í umboðssvikum í héraði en Hæstiréttur sneri þeim dómi við og dæmdi hana til 18 mánaða fangelsisvistar. Í kæru sinni til MDE byggir hún á því að dómarar við Hæstarétt, sem áttu hlutabréf í Landsbankanum og urðu fyrir tjóni við fall bankans, hefðu átt að víkja sæti í málinu vegna vanhæfis. Fyrr á árinu var fallist á beiðni um endurupptöku dóms Hæstaréttar í málinu og bíður Elín því niðurstöðu á tvennum vígstöðvum. Mál Jóhannesar Baldurssonar og Birkis Kristinssonar hefur einnig verið tekið til efnismeðferðar hjá MDE og hefur verið óskað eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kæruefna þeirra sem varða meint vanhæf i Grétu Baldursdóttur, Markúsar Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar Þorvaldssonar. Óskað er svara um hvort umræddir dómarar hafi átt fjárhagslegra hagsmuna að gæta í einhverjum hinna þriggja föllnu banka þegar þeir atburðir gerðust sem leiddu til málaferla og að lokum sakfellingar Jóhannesar og Birkis.Sjá einnig: Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Fjallað var um mál Ólafs Ólafssonar, eins aðaleiganda Kaupþings, í Fréttablaðinu í gær. Ólafur hlaut fangelsisdóm í svonefndu Al-Thani máli. Kæra hans til MDE lýtur að fjárfestingarumsvifum Markúsar Sigurbjörnssonar og Árna Kolbeinssonar, í aðdraganda falls stóru viðskiptabankanna. Í greinargerð Ólafs er vísað til þess að þrátt fyrir að nefndir dómarar hafi ekki átt beina hagsmuni undir vegna Kaupþings hafi fjárhagslegir hagsmunir verið svo samtvinnaðir öllu bankakerfinu að fall eins banka hafði óhjákvæmilega áhrif á hina bankana. Hefur MDE beint spurningum til ríkisins um málið, sambærilegum og í máli þeirra Jóhannesar og Birkis. Í samræmi við nýtt verklag hjá MDE fara öll mál sem tekin eru til efnismeðferðar fyrst í ferli þar sem kannað er hvort unnt sé að ná dómsátt í málinu. Eru síðarnefndu málin tvö í slíku ferli. Náist ekki sættir milli málsaðila fyrir 2. desember næstkomandi mun málunum ljúka með dómi að lokinni frekari málsmeðferð hjá MDE. Mál Elínar er lengra komið. Það hefur verið í efnismeðferð ytra í rúmt ár. Athugasemdir stjórnvalda og svör við spurningum dómsins voru send til dómsins í fyrra og viðbrögð lögmanns Elínar við þeim send dómstólnum skömmu fyrir síðustu áramót. Nú er dóms beðið í málinu. Ekki liggur fyrir hvaða áhrif það hefði fyrir önnur svokölluð hrunmál sem dæmd voru af umræddum dómurum, verði kveðnir upp áfellisdómar gegn ríkinu í framangreindum málum. Þau bætast þá við fjölmarga aðra dóma sem óvissa ríkir um, vegna Landsréttarmálsins og annarra mála sem dæmd hafa verið í Strassborg á undanförnum misserum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Tengdar fréttir Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55 Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Talsmaður Ólafs segir ákvörðun MDE vera viðurkenning á alvarlegum athugasemdum við málsmeðferð Talsmaður Ólafs segir að málið sé mikilvægt fyrir réttarkerfið í heild. 25. september 2019 12:55
Hlutabréfaeign dómara til meðferðar hjá MDE Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið fjárfestingarumsvif tveggja hæstaréttardómara í aðdraganda falls bankanna til meðferðar. Biðlar til málsaðila að leita sátta. Náist það ekki fer málið áfram fyrir dómstólnum. 25. september 2019 06:00