Þingið hefur formlega rannsókn á því hvort Trump hafi framið embættisbrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2019 21:06 Rannsóknin mun hefjast innan tíðar. AP/Susan Walsh Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að fulltrúadeildin muni setja af stað formlega rannsókn sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kom fram í máli Pelosi er hún ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu rétt í þessu. „Fulltrúadeildin mun hefja rannsókn á því hvort forsetinn hafi framið embættisbrot,“ sagði Pelosi. „Enginn er hafinn yfir lögin.“BREAKING: Nancy Pelosi says the House will move forward with an official Trump impeachment inquiry https://t.co/U6Pf4OzkXwpic.twitter.com/TnQvOILkPP — CBS News (@CBSNews) September 24, 2019Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld að Pelosi myndi tilkynna í kvöld að hefja ætti hið formlega ferli sem fer af stað þegar þingið ákveður að rannsaka hvort ákæra eigi forseta eða ekki. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting frá samherjum sínum um hvort hefja ætti hið formlega ákæruferli en hún hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og leiðtogi demókrata í neðri deild þingsins, tilkynnti rétt í þessu að fulltrúadeildin muni setja af stað formlega rannsókn sem rannsaka eigi hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi framið embættisbrot með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Þetta kom fram í máli Pelosi er hún ávarpaði bandarísku þjóðina í beinni útsendingu rétt í þessu. „Fulltrúadeildin mun hefja rannsókn á því hvort forsetinn hafi framið embættisbrot,“ sagði Pelosi. „Enginn er hafinn yfir lögin.“BREAKING: Nancy Pelosi says the House will move forward with an official Trump impeachment inquiry https://t.co/U6Pf4OzkXwpic.twitter.com/TnQvOILkPP — CBS News (@CBSNews) September 24, 2019Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í kvöld að Pelosi myndi tilkynna í kvöld að hefja ætti hið formlega ferli sem fer af stað þegar þingið ákveður að rannsaka hvort ákæra eigi forseta eða ekki. Málið kom upp eftir að fregnir bárust af því í síðustu viku að uppljóstrari innan leyniþjónustu Bandaríkjanna hefði lagt fram kvörtun sem tengdist samskiptum háttsetts embættismanns við erlent ríki. Þar hefði verið gefið óviðeigandi loforð. Óánægjan nú snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis. Pelosi hefur hingað til staðist þrýsting frá samherjum sínum um hvort hefja ætti hið formlega ákæruferli en hún hefur sagt að Úkraínumálið sé vendipunktur í rannsóknum á Trump
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann Bandaríkjaforseti er sakaður um að hafa hótað Úkraínu að halda eftir hundruð milljóna styrk nema stjórnvöld þar veittu honum persónulegan pólitískan greiða. 24. september 2019 10:35
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent