Samkomulagið ekki lent í neinum ógöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2019 21:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. vísir/Vilhelm Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm Alþingi Samgöngur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fyrirhugað samkomulag um uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki lent í ógöngum á nokkurn hátt segir samgönguráðherra. Engu að síður séu óleysanlegir hnútar í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sem hann vilji þó reyna að leysa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, beindu spjótum sínum að samgönguráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag vegna samkomulags sem stendur til að ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirriti á fimmtudaginn um uppbyggingu borgarlínu og fleira er snýr að samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.Sjá einnig: Samkomulag um stórframkvæmdir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í fæðingu Stjórnvöld hafa verið sökuð um skort á samráði vegna málsins en einna helst eru það áform um vegtolla sem skiptar skoðanir eru um. Sigurður Ingi sagði að margt í máli Ingu Sæland hafi verið úr lausu lofti gripið en hún spurði meðal annars um þá „gríðarlegu vegtolla“ sem boðaðir séu á íbúa höfuðborgarsvæðisins. „Það var ýmislegt sem háttvirtur þingmaður fór hér yfir sem er gripið hér úr loftinu,“ sagði Sigurður Ingi en Inga Sæland brást ókvæða við.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm„Ráðherra lætur í það skína að ég sé bara að grípa eitthvað upp af götunni sem að kemur fram í fjölmiðlum, en ég meina hvað á hæstvirtur ráðherra nákvæmlega við með því? Er ég bara í villu vegar um að hér eigi að fara að leggja á vegskatta? Er ég bara í bullinu?“ spurði Inga. Sigurður Ingi kvaðst ekki vilja taka svo djúpt í árinni og sagðist hlakka til að eiga málefnalega umræðu um málið á þinginu. „Það er stefnt að því að undirrita þetta samkomulag á fimmtudaginn og kynna. Ég hef haft frumkvæði að því núna í tvígang að boða þingmenn til sérstaks samráðs áður en að að því kæmi og hef boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins á miðvikudaginn,“ sagði Sigurður Ingi. Bergþór Ólason sagði málið ekki hafa fengið neina kynningu í umhverfis- og samgöngunefnd. „Það verður auðvitað varla boðað til mikils samráðs um miðjan dag á miðvikudaginn gagnvart samningi sem á að undirrita á fimmtudaginn, sérstaklega þegar menn hafa í huga þær hrakfarir sem að samkomulagið virðist hafa orðið fyrir á undanförnum vikum,“ sagði Bergþór. Því vísaði ráðherra á bug. „Samkomulag þetta hefur ekki lent í neinum ógöngum á nokkurn hátt,“ sagði Sigurður Ingi.Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Samgöngur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira