Átta manns sitja í varðhaldi á Suðurnesjum vegna kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. september 2019 19:15 Búið er að leggja hald á 28 kíló af kókaíni hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum það sem af er ári. Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Tveir erlendir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi fyrir að hafa reynt að smygla fimm og hálfu kílói af kókaíni til landsins fyrr í mánuðinum og hleypur götuvirði efnisins á tugum milljóna. Þá eru sex aðrir í varðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl í aðskildum málum, meðal annars Íslendingur sem nýlega hlaut dóm í Bitcoin málinu. Þann 12. september síðastliðinn voru tveir erlendir karlmenn handteknir í Leifsstöð fyrir að hafa reynt að flytja fimm og hálft kíló af kókaíni til landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu var efnið falið í þremur ferðatöskum sem mennirnir voru með. Þeir ásamt sex örðum eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum fyrir kókaínsmygl. „Yfir heildina eru átta í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum.Vísir/AðsendÞrjú málanna komu upp í september en hin í ágúst. „Í þessum þremur málum sem eru til rannsóknar höfum við lagt hald á sjö kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór en auk mannanna tveggja sem teknir voru með fimm og hálft kíló var íslensk kona á fertugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku en hún var stöðvuð í flugstöðinni með hálft kíló af kókaíni, sem var falið í fimmtíu pakkningum í nærfötum hennar. Nokkrum dögum áður var íslenskur karlmaður, sem hafði komið frá Barcelona á Spáni, stöðvaður á flugvellinum með rúmt kíló af kókaíni í ferðatöskunni og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun.Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða mann sem í upphafi árs var dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi í Bitcoin málinu svokallaða, einum stærsta þjófnaði Íslandssögunnar. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar sem hefur enn ekki tekið það fyrir. Jón Halldór segist ekki geta tjáð sig um málið. Þá eru fjórir aðrir í gæsluvarðhaldi vegna kókaínsmygsl, frá því í síðasta mánuði. „Það sem af er ári höfum við lagt hald á 38 kíló og þar af eru 28 kíló af kókaíni,“ segir Jón Halldór sem hefur áhyggjur af þróuninni. „Það hlýtur að vera markaður fyrir þetta fyrst menn eru að reyna þetta í svona miklu magni, það liggir fyrir,“ segir Jón Halldór.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Í gæsluvarðhald og einangrun grunuð um kókaínsmygl Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona er grunuð er um að hafa flutt hingað til lands um 400 grömm af kókaíni og 0,49 grömm af amfetamíni sæti gæsluvarðhaldi til 24. september næstkomandi. 20. september 2019 14:11