Íranskar konur fá að fara á fótboltaleiki eftir andlát bláu stúlkunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 15:59 Íranskar fótboltaáhugakonur á landsleik Íran og Barein árið 2005. getty/Mohsen Shandiz Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran. FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Konum í Íran verður leyft að fara á fótboltaleiki og mun fyrsti leikurinn sem þær fá að fara á vera leikur íranska landsliðsins í undankeppni Heimsmeistaramótsins í fótbolta. Þetta segir í tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA. Gianni Infantino, forseti FIFA, sagði að hann hafi rætt málið við yfirvöld í Tehran eftir að fótboltaaðdáandi framdi sjálfsvíg fyrr í mánuðinum. Hann sagði að yfirvöld hafi samþykkt að konur fengju inn á leiki. Konum hefur verið meinaður aðgangur að fótboltaleikjum frá því að íslamska byltingin varð árið 1979. Fyrr í mánuðinum dó fótboltaáhugakonan Sahar Khodayari eftir að hún var handtekin fyrir að hafa farið á leik í dulargervi karlmanns.Íranskar fótboltaáhugakonur halda á myndum af landsliðsmönnum Íran við æfingavöll landsliðsins árið 2006.getty/MajidKhodayari, sem er einnig þekkt sem bláa stúlkan, hræddist að hún yrði fangelsuð. Hún kveikti í sjálfri sér fyrir utan leikvanginn og dó á sjúkrahúsi viku síðar. Andlát hennar varð mörgum mikið áfall og vakti fólk til umhugsunar, bæði innan og utan Íran. Fótboltamenn um allan heim hafa minnst Khodayari og hafa til að mynda nokkur evrópsk kvennalið borið blá armbönd á meðan á leikjum hefur staðið til minningar um hana.Mikilvægt að konur séu á leikjum FIFA hefur orðið fyrir miklu aðkasti og hefur hópur fólks krafið sambandið um að setja íranska fótboltasambandið í leikbann. Starfsmenn FIFA hafa varið vikunni í Íran og rætt landsleik Íran á móti Kambódíu sem fer fram 10. október næst komandi sem verður fyrsti heimaleikur íranska liðsins í undankeppninni fyrir Heimsmeistaramótið 2022. „Við þurfum að hafa konur á leiknum,“ sagði Infantino á ráðstefnu FIFA um kvennafótbolta. „Við höfum fengið loforð um það að konur fái að vera á næsta alþjóðlega fótboltaleik Íran. Þetta er gríðarlega mikilvægt en konur hafa ekki verið á leikjum hér í fjörutíu ár, fyrir utan nokkrar undantekningar,“ bætti hann við. Þrátt fyrir að íranskar konur hafi ekki fengið að horfa á karlalið spila hafa erlendar konur haft takmarkaðan aðgang að leikvöngum til að horfa á leikina. Bannið er ekki lögbundið en því hefur verið fylgt eftir með hörku segja samtök mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). Banninu var lyft tímabundið í fyrra til þess að konur gætu horft á útsendingu heimsmeistaramótsins á leikvangi í Tehran.
FIFA Fótbolti Íran Jafnréttismál Tengdar fréttir Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Bláa stúlkan Sahar Khodayari kveikti í sér eftir að hún var handtekin fyrir að horfa á fótboltaleik í Íran. Andlát hennar vakið athygli á veruleika íranskra kvenna og leikmenn og áhorfendur minnast Sahar. 21. september 2019 12:00