Bíllausa gangan haldin í dag: „Allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2019 09:45 Björn Hákon Sveinsson er formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. FBL/Anton Brink „Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
„Það eru allir velkomnir til að upplifa göturýmið öðruvísi og fagna fjölbreyttum ferðamátum,“ segir Björn H. Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífstíl sem standa fyrir Bíllausu göngunni til að fagna bíllausa deginum, sem er í dag. Dagurinn í dag markar lok evrópsku samgönguvikunnar en hápunktur hennar hér á landi verður Bíllausa gangan. Gangan hefst kl. 12.30 við Klambratún, á horni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Haldið verður niður Miklubraut og endar gangan á Lækjartorgi þar sem heljarinnar dagskrá hefur verið skipulögð.Sjá einnig: Frítt í strætó í dag vegna bíllausa dagsinsÍ samtali við Vísi segist Björn vera nokkuð viss um að þetta sé í fyrsta sinn sem sambærileg skrúðganga er haldin á Íslandi, en fyrirmyndin er sótt erlendis frá. „Bíllausi dagurinn er haldinn um alla Evrópu og er rosalega stór í mörgum borgum. Þar er stórum svæðum lokað og opnað fyrir fólk. Þar er alls konar skipulag. Fólk er með líkamsræktartíma úti á götu, fer í lautarferðir og það eru skrúðgöngur og alls konar,“ segir Björn.Hjólaleigan Donkey Republic mun bjóða upp á 30 hjól sem fólk getur prófað í göngunni.ReykjavíkurborgHlóðlátir ferðamátar velkomnir Helsta fyrirmyndin er nýleg skrúðganga sem haldin var erlendis þar sem rafmagnsfarartækjum var gert hátt undr höfði. „Okkur langaði að gera eitthvað svipað en leyfa samt öllum að vera með, ekki bara þá sem eru á raftækjum,“ segir Björn. Þau sem eru gangandi, hlaupandi, á hlaupabretti, hjólaskautum, hjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum, nytjahjólum, burðarhjólum, hjólastólum og léttum bifhjól eru boðin innilega velkomin í gönguna. Einkabíllinn er hins vegar ekki velkominn í gönguna sjálfa, en þeir sem ferðast alla umjafna á slíkum bílum eru velkomnir. „Við erum að miða á hljóðláta ferðamáta þannig að mótorhjól eru kannski ekki beint velkomin heldur,“ segir Björn.Strætó tekur þátt í göngunni.Vísir/vilhelmSérstök upplifun að ganga eða hjóla á hraðbraut Markmið göngunnar er margþætt en Björn nefnir tvo þætti til sögunnar aðspurður um helstu markmið hennar. „Okkur langar bara að sýna fjölbreytileikann í samgöngumátum. Hvað er komið á markað í dag, hverjir möguleikarnir eru. Svo náttúrulega ef við fáum fólk á svæðið þá sýnum við hversu þéttleiki er í öðrum samgöngumátum, hversu margt fólkið kemst fyrir á svæðinu miðað við í einkabílnum,“ segir Björn. „Einnig að leyfa fólki að upplifa göturýmið öðruvísi. Það er náttúrulega svolítið öðruvísi upplifun og sérstök að vera úti á hraðbraut, gangandi og hjólandi,“ segir Björn. Gangan hefst sem fyrr segir klukkan 12.30 við Klambratún á horni Miklubrautar og Lönguhlíðar en nánari upplýsingar um dagskránna má nálgast hér.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira