Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa 20. september 2019 22:30 Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. Lögmaðurinn sem hefur árangurslaust leitað sátta segir orð og gjörðir ekki fara saman hjá forystu Eflingar. Efling hefur enn ekki samið um starfslok við fjármálastjóra og bókara hjá Eflingu stéttarfélagi en þær fóru í veikindaleyfi síðasta haust. Í viðtali við Stöð 2 sögðust þær hafa hrökklast úr starfi vegna framkomu nýrrar forystu félagsins. Þær hafa leitað til hæstaréttarlögmanns vegna málsins auk fyrrverandi skrifstofustjóra og sviðsstjóra hjá Eflingu sem voru reknir úr starfi.Sjá einnig: Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot „Sem að var tilkynnt um að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri, það var gert á starfsmannafundi án þess að það hafi verið sérstaklega rætt við hann áður,“ segir Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður starfsmannanna. Skrifstofustjórinn gekk frá starfslokasamningi. „Sem hann óskaði síðan eftir að yrði tekinn upp vegna ákveðinna forsendna sem að urðu, breytingar sem urðu á hans högum sem hann óskaði leiðréttingar á.“ Lára segir að fjórða málið hafi svo komið á sitt borð eftir að aðstoðarmanni sviðsstjóra og þjónustufulltrúa í fræðslussjóði var fyrirvaralaust sagt upp störfum á dögunum. Hún segir að ekki hafi verið farið að reglum Eflingar við uppsögnina. „Annað hvort að veita starfsmanni áminningu vegna ófullnægjandi starfa og fylgja því ferli eftir eða þá verða að vera raunverulegar skipulagsbreytingar á ferðinni til að hægt sé að beita því ákvæði og við getum ekki séð að það sé um neitt slíkt að ræða í þessu tilviki.“ Lára sem hefur haft mál skrifstofustjórans, fjármálastjóra og bókara hjá sér síðan síðasta haust segir ekkert hafa sáttaumleitun við Eflingu. Þá hafi verið leitað til Starfsgreinasambandsins, VR og Alþýðusambandsins en ekkert hafi miðað áfram í málunum. Ef sættir takist ekki þurfi að fara annað með málin. „Það er ekki alveg það sama sem fólk predikar og hvað fólk iðkar og því miður að þá virðast þau sjónarmið sem verið er að ræða um að skorti á hjá öðrum atvinnurekendum ekkert síður eiga við á þessum stað, því miður.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Starfsmenn Eflingar segjast hafa upplifað algert niðurbrot Tvær starfskonur Eflingar sem eru í veikindaleyfi telja sig ekki eiga afturkvæmt til starfa, segja forystu félagsins beita skoðanakúgun og óttast að erfitt verði að fá nýja vinnu þar sem styttist í að þær fari á eftirlaun. Þær vilja að samið verði við þær um starfslok og útiloka ekki að leita réttar síns fyrir dómstólum. 28. nóvember 2018 19:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent