RÚV fær 5000 evra sekt vegna Palestínufána Hatara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2019 16:37 Myndin sem birtist á skjánum þegar stig Íslands í keppninni voru tilkynnt. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu. Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur ákveðið að sekta Ríkisútvarpið fyrir það uppátæki hljómsveitarinnar Hatara að veifa borða í fánalitum Palestínu í græna herberginu á úrslitakvöldi Eurovision í Ísrael í maí. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef RÚV en sektin nemur 5000 evrum að því er segir í svari Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra RÚV, við fyrirspurn Vísis. Það nemur tæpum 700 þúsund krónum og er lágmarkssekt sem EBU leggur á sjónvarpsstöðvar brjóti þær reglur keppninnar. Fram kemur í yfirlýsingu RÚV að stofnunin hafi mótmælt þeim fyrirætlunum EBU um að sekta Ríkisútvarpið fyrir framkomu Hatara. Var óánægju lýst með meðferð málsins og fyrirhugaða niðurstöðu í bréfi til EBU og það sagt röng og ranglát niðurstaða að sekta Ríkisútvarpið fyrir brot á reglum þar sem stofnunin hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til þess að tryggja að farið yrði að reglum keppninnar. Þá er þeirri skoðun RÚV lýst að þær sjónvarpsstöðvar sem taki þátt í Eurovision muni aldrei geta komið alveg í veg fyrir það að listamenn á þeirra vegum geri eða segi eitthvað sem gæti hugsanlega brotið í bága við reglur keppninnar. Fyrr í mánuðinum staðfesti RÚV að stofnunin muni taka þátt í Eurovision á næsta ári sem fer fram í Rotterdam í Hollandi. Þá hefur afgreiðsla EBU á framkomu Hatara ekki frekari eftirmála, að því er fram kemur í fyrrnefndri yfirlýsingu.
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Palestína Tengdar fréttir RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45 Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17 Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
RÚV staðfestir þátttöku Íslands í Eurovision og svona verður fyrirkomulagið í Söngvakeppninni RÚV staðfesti í gær þátttöku í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí á næsta ári. 13. september 2019 11:45
Hafa ekki tekið „lokaákvörðun“ um mögulega refsingu Hatara Framkvæmdastjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur enn ekki tekið lokaákvörðun um möguleg viðurlög við Palestínufánum hljómsveitarinnar Hatara, fulltrúa Íslands í Eurovision í ár, sem sveitin hélt á milli sín í beinni útsendingu keppninnar í maí. 28. júní 2019 12:17
Sekt vegna Palestínufána Hatara yrði ekki há Viðræður um hugsanlega sektargreiðslu RÚV vegna framkomu hljómsveitarinnar Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí eru í fullum gangi, samkvæmt Rúnari Frey Gíslasyni verkefnastjóra Söngvakeppninnar. 31. ágúst 2019 12:52