Fjórða þáttaröð Stranger Things í bígerð Andri Eysteinsson skrifar 30. september 2019 21:07 Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Aðdáendur bandarísku vísindaskáldskaparþáttanna Stranger Things, sem Netflix framleiðir, geta tekið gleði sína á ný því í dag var birt færsla á samfélagsmiðlasíðum þáttanna þar sem staðfest var að fjórða þáttaröðin um krakkana frá Hawkins, Indiana væri í bígerð. Fyrstu þrjár þáttaraðirnar hafa verið með þeim vinsælustu á Netflix frá því að þættirnir hófu göngu sína sumarið 2016. Önnur þáttaröðin var gefin út ári síðar en aðdáendur máttu bíða í heil tvö ár eftir þriðju seríunni sem var frumsýnd 4.júlí síðastliðinn. Ungir aðalleikarar á borð við Finn Wolfhard, Millie Bobbie Brown, og Gaten Matarazzo hafa ásamt eldri stjörnum eins og David Harbour, Sean Astin og Winonu Ryder, hlotið einróma lof fyrir hlutverk sín í þáttunum. Fjórða þáttaröðin var staðfest með 45 sekúndna löngu myndbandi sem lítið er hægt að lesa úr. Merki þáttanna birtist með töluna 4 í bakgrunni. Eftir því sem líður á myndbandið virðist umhverfið breytast í það sem þekkja má úr „The Upside Down“. Að lokum birtast þá skilaboðin. Við erum ekki lengur í Hawkins. (e. We are not in Hawkins anymore) Ekki liggur ljóst fyrir hvenær þáttaröðin verður sýnd.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira