Opinberum starfsmönnum fjölgar óháð árferði Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 9. október 2019 07:30 Útgjöld hins opinbera hafa aukist um 80 prósent að raungildi frá aldamótum. Aukningin er 43 prósent á hvern landsmann. Ekkert lát er á útgjaldaþenslunni samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem áformuð eru 1.000 milljarða króna ríkisútgjöld. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Aukningin er 73 milljarðar króna sem samsvarar 600 þúsund krónum á meðalheimili. Aukningu ríkisútgjalda er að stórum hluta varið í launagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gögn Hagstofunnar um fjölgun opinberra starfsmanna endurspegla þessa þróun. Störf í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í þessari umfjöllun lögð að jöfnu við störf hjá hinu opinbera, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Fjölgað um 55% frá aldamótum Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem er samfelld spurningakönnun, fjölgaði opinberum starfsmönnum mikið á fyrsta áratug aldarinnar fram að bankahruninu. Þeim fjölgaði um rúmlega 14 þúsund, eða 38 prósent, frá árinu 2000 til 2008 samanborið við sjö prósenta fjölgun á almennum vinnumarkaði. Frá aldamótum til ársins 2018 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 þúsund, eða 55 prósent, en starfsfólki á almennum markaði um 22 þúsund, eða 18 prósent. Vægi hins opinbera á vinnumarkaði jókst þannig verulega, eða úr 24 prósentum í 29 prósent.Slök hagstjórn Í kjölfar bankahrunsins 2008 fækkaði starfsfólki mikið á almennum vinnumarkaði en fjöldinn var óbreyttur hjá hinu opinbera. Það voru skynsamleg viðbrögð við efnahagskreppunni. Hagstofan hefur nýverið hafið birtingu á tölum um vinnumarkaðinn sem byggjast á staðgreiðsluskrá RSK. Samkvæmt þeim fækkaði störfum um 13 prósent á almennum vinnumarkaði milli fyrri árshelminga 2008 og 2012 en fjöldi opinberra starfsmanna var óbreyttur. Á næstu þremur árum, 2012 til 2015, fjölgað opinberum starfsmönnum fremur hægt, eða 1,2 prósent á ári að jafnaði. En þegar vaxtarskeiðið mikla hófst, samhliða margföldun erlendra ferðamanna, tók fjölgun opinberra starfsmanna stökk upp á við. Frá fyrri árshelmingi 2015 til sama tíma 2019 fjölgaði opinberum starfsmönnum um tæplega 1.300 að jafnaði árlega eða um 2,2 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði hins vegar starfsmönnum á almennum markaði um 4.600 að jafnaði árlega, eða um 3,6%. Þessar tölur bera slakri hagstjórn hins opinbera vitni, þ.e. að eftirspurn eftir starfsfólki sé aukin verulega þegar vinnuaflseftirspurn er í hámarki á almenna markaðnum og kynda þannig undir þenslu á vinnumarkaði og launaskriði.Bætt nýting skattfjár Hækkandi meðalaldur er mikil áskorun fyrir Ísland sem og aðrar þjóðir á komandi árum. Þeirri þróun fylgir aukin útgjöld til heilbrigðismála og umönnunar aldraðra og því verður ekki mætt með hækkun skattbyrðar á Íslandi sem er óvíða þyngri. Því er óhjákvæmilegt að marka skýra stefnu um aukna skilvirkni í opinberum rekstri ásamt bættri meðferð skattfjár. Kjörin leið til hagræðingar í rekstri ríkis og sveitarfélaga er aukið vægi samkeppnisrekstrar við veitingu þjónustu þeirra. Þannig má virkja samkeppni til hagræðingar í opinberum rekstri og bæta þannig nýtingu skattfjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Vinnumarkaður Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Útgjöld hins opinbera hafa aukist um 80 prósent að raungildi frá aldamótum. Aukningin er 43 prósent á hvern landsmann. Ekkert lát er á útgjaldaþenslunni samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2020 þar sem áformuð eru 1.000 milljarða króna ríkisútgjöld. Það samsvarar átta milljónum króna á meðalheimili. Aukningin er 73 milljarðar króna sem samsvarar 600 þúsund krónum á meðalheimili. Aukningu ríkisútgjalda er að stórum hluta varið í launagreiðslur til ríkisstarfsmanna og gögn Hagstofunnar um fjölgun opinberra starfsmanna endurspegla þessa þróun. Störf í opinberri stjórnsýslu, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónustu eru í þessari umfjöllun lögð að jöfnu við störf hjá hinu opinbera, þ.e. bæði hjá ríki og sveitarfélögum.Fjölgað um 55% frá aldamótum Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, sem er samfelld spurningakönnun, fjölgaði opinberum starfsmönnum mikið á fyrsta áratug aldarinnar fram að bankahruninu. Þeim fjölgaði um rúmlega 14 þúsund, eða 38 prósent, frá árinu 2000 til 2008 samanborið við sjö prósenta fjölgun á almennum vinnumarkaði. Frá aldamótum til ársins 2018 fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 þúsund, eða 55 prósent, en starfsfólki á almennum markaði um 22 þúsund, eða 18 prósent. Vægi hins opinbera á vinnumarkaði jókst þannig verulega, eða úr 24 prósentum í 29 prósent.Slök hagstjórn Í kjölfar bankahrunsins 2008 fækkaði starfsfólki mikið á almennum vinnumarkaði en fjöldinn var óbreyttur hjá hinu opinbera. Það voru skynsamleg viðbrögð við efnahagskreppunni. Hagstofan hefur nýverið hafið birtingu á tölum um vinnumarkaðinn sem byggjast á staðgreiðsluskrá RSK. Samkvæmt þeim fækkaði störfum um 13 prósent á almennum vinnumarkaði milli fyrri árshelminga 2008 og 2012 en fjöldi opinberra starfsmanna var óbreyttur. Á næstu þremur árum, 2012 til 2015, fjölgað opinberum starfsmönnum fremur hægt, eða 1,2 prósent á ári að jafnaði. En þegar vaxtarskeiðið mikla hófst, samhliða margföldun erlendra ferðamanna, tók fjölgun opinberra starfsmanna stökk upp á við. Frá fyrri árshelmingi 2015 til sama tíma 2019 fjölgaði opinberum starfsmönnum um tæplega 1.300 að jafnaði árlega eða um 2,2 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði hins vegar starfsmönnum á almennum markaði um 4.600 að jafnaði árlega, eða um 3,6%. Þessar tölur bera slakri hagstjórn hins opinbera vitni, þ.e. að eftirspurn eftir starfsfólki sé aukin verulega þegar vinnuaflseftirspurn er í hámarki á almenna markaðnum og kynda þannig undir þenslu á vinnumarkaði og launaskriði.Bætt nýting skattfjár Hækkandi meðalaldur er mikil áskorun fyrir Ísland sem og aðrar þjóðir á komandi árum. Þeirri þróun fylgir aukin útgjöld til heilbrigðismála og umönnunar aldraðra og því verður ekki mætt með hækkun skattbyrðar á Íslandi sem er óvíða þyngri. Því er óhjákvæmilegt að marka skýra stefnu um aukna skilvirkni í opinberum rekstri ásamt bættri meðferð skattfjár. Kjörin leið til hagræðingar í rekstri ríkis og sveitarfélaga er aukið vægi samkeppnisrekstrar við veitingu þjónustu þeirra. Þannig má virkja samkeppni til hagræðingar í opinberum rekstri og bæta þannig nýtingu skattfjár.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun