Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 13:31 Trump hefur staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar og barist gegn kröfum þess efnis með kjafti og klóm. AP/Evan Vucci Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Alríkisdómstóll hafnaði rökum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og úrskurðaði að saksóknarar í New York skuli fá skattskýrslur hans og fyrirtækis hans undanfarinna átta ára afhentar. Áfrýjunardómstóll frestaði áhrifum úrskurðarins. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA fyrir mánuði. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Dómsmálaráðuneytið studdi forsetann í málinu sem hann höfðaði til að koma í veg fyrir að þurfa að afhenda skattskýrslurnar. Alríkisdómari hafnaði rökum þeirra um að sitjandi forseti njóti friðhelgi gegn sakamálarannsóknum og sagði þau „andstæð stjórnskipan þjóðarinnar og stjórnarskrárlegum gildum“. Forsetar, fjölskyldur þeirra og fyrirtæki væru ekki yfir lögin hafin, að því er New York Times hefur upp úr dómnum. Lögmenn Trump höfðu einnig fært rök fyrir því að það ylli Trump „óbætanlegum skaða“ yrðu skattskýrslur hans og fyrirtækis hans gerðar opinberar. Ólíkt fyrri Bandaríkjaforsetum hefur Trump hvorki birt skattskýrslur sínar né slitið tengsl við fyrirtæki sín. Í kosningabaráttunni bar hann fyrir sig að yfirvöld væru að endurskoða skattskýrslur hans þrátt fyrir að yfirvöld segðu það ekki standa í vegi þess að hann birtir skýrslurnar. Trump nýtur áfram ágóða af rekstri fyrirtækjanna sem tveir synir hans stýra. Demókratar hafa höfðað önnur dómsmál til að fá upplýsingar um hvort að forsetinn brjóti mögulega lög sem banna honum að taka við gjöfum eða sporslum frá erlendum þjóðarleiðtogum með viðskiptum fyrirtækja í hans eigu við erlend ríki.Uppfært 15:06 Áfrýjunardómstóll féllst á kröfu lögmanna Trump um að fresta réttaráhrifum úrskurðarins á meðan áfrýjun þeirra er tekin fyrir, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43 Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48 Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Trump höfðar mál vegna skattskýrslulöggjafar Donald Trump og Repúblikanaflokkurinn höfða nú mál gegn Kaliforníuríki eftir að löggjöf sem kveður á um að forsetaframbjóðendur þurfi að birta skattskýrslur sínar, vilji þeir taka þátt í forvali forsetakosninga í ríkinu, var samþykkt. 7. ágúst 2019 08:43
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Pence sakaður um að fóðra vasa Trump í Írlandsheimsókn Starfsmannastjóri bandaríska varaforsetans segir hann gista á hóteli Trump á Írlandi að uppástungu forsetans sjálfs. 3. september 2019 19:48
Trump áfrýjar úrskurði um aðgang þingsins að fjárhagsupplýsingum Málareksturinn varðar stefnur Bandaríkjaþings til Deutsche Bank og Capital One um gögn um Trump, fjölskyldu hans og fyrirtæki. 24. maí 2019 16:46