Enginn hefur beðið Ólínu afsökunar Ari Brynjólfsson skrifar 7. október 2019 07:15 Ólína Kjerúlf þjóð- og bókmenntafræðingur. fréttablaðið/sigtryggur ari Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“ Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þingvallanefnd hefur beðið ríkislögmann að semja við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, þjóð- og bókmenntafræðing, um bætur. Málið var tekið fyrir á fundi nefndarinnar nýverið. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu í vor að jafnréttislög haf i verið brotin þegar Einar Á.E. Sæmundsen var skipaður í starf þjóðgarðsvarðar fram yfir Ólínu. „Málið er í farvegi. Það hafa staðið yfir viðræður við ríkislögmann um nokkurn tíma um bætur. Á meðan þær viðræður standa yfir þá tel ég ekki rétt að tjá mig mikið um málið,“ segir Ólína. Ef ekki tekst að semja hyggst hún leita til dómstóla. „Ég myndi nú telja að báðum aðilum sé rétt og skylt að reyna að ná samningum áður en til þess kemur. Ég vona að það skýrist fljótlega hvert framhaldið verður.“ Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar, segir að ekki liggi fyrir nein upphæð í kröfunni. Samþykkti nefndin að leita til ríkislögmanns. Umræður sköpuðust á fundinum um ábyrgð Ara Trausta í tilefni af úrskurðinum í vor. „Þetta voru bara umræður um hvort það væri einhver ástæða til að formaður axlaði einhverja ábyrgð fram yfir aðra varðandi þennan úrskurð, þetta voru bara umræður fram og til baka. Engar niðurstöður. Telji einhver nefndarmanna rétt að ræða hvort formaðurinn beri ábyrgð umfram aðra nefndarmenn, er orðið við því,“ segir Ari Trausti. Karl Gauti Hjaltason, fulltrúi Miðflokksins í nefndinni, segir að hann hafi spurt Ara Trausta um hvernig hann mæti stöðu sína í ljósi þess að Ari Trausti hafi verið mótfallinn því að Bergþór Ólason sæti sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar. „Ég hef ekkert á móti Ara Trausta sem formanni, þetta var bara spurning, ekki vantraustsyfirlýsing eða eitthvað slíkt,“ segir Karl Gauti. Ari Trausti segir ákvörðunina um að ráða Einar sem þjóðgarðsvörð fram yfir Ólínu hafa verið tekna í atkvæðagreiðslu þar sem einfaldur meirihluti réði. „Formaðurinn er ekkert öðruvísi staddur þegar kemur að því,“ segir Ari Trausti. Hann segir niðurstöðuna ekki hafa truflað störf nefndarinnar. „Þingvallanefnd féllst á að lúta þessum úrskurði. Það kemur fram í honum að þetta snýst í meginatriðum um huglæga matsþætti, ekki þá faglegu. Það var ekki rétt frá þeim gengið við ráðgjöfina sem við fengum.“ Ólína svarar því neitandi hvort einhver haf i beðið hana afsökunar. „Enginn fulltrúi meirihlutans sem bar ábyrgð á þessari ákvörðun hefur haft samband við mig, hvorki til að biðja mig afsökunar eða ræða þetta við mig að öðru leyti. Þá ekki formaður nefndarinnar, hvorki opinberlega né í einkasamtölum.“
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira