Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2019 19:30 Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07