Regnbogabraut Skúli Ólafsson skrifar 2. október 2019 17:02 Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Þjóðkirkjan Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í Neskirkju stendur nú yfir sýning sem kallast Regnbogabraut. Hún er í höndum þriggja hinsegin listamanna: Viktoríu Guðnadóttur, Hrafnkels Sigurðssonar og Logns Draumland. Einhver verkanna kunna að þykja stuðandi en í raun endurspegla þau umhyggju fyrir því rými þar sem þær birtast. Nakta líkama má finna á myndverkum víða í kirkjum heimsins og í tengslum við þá fagurfræði ættum við ekki að spyrja um gefna staðla. Ég held að listamennirnir hugleiði hver á sinn hátt þann margbreytileika sem einkennir sköpunina og ætti að vera fagnaðarefni kristnu fólki sem öðrum. Íslenska kirkjan og systkurkirkjur hennar hafa gengið í gegnum ákveðna siðbót hvað varðar afstöðu til hinsegin fólks. Lengi vel mátti það mátti fara leynt með kynhneigð sína og ástir og trúarsamfélagið viðhélt þeirri menningu. Þau mál hafa blessunarlega breyst og hugarfarsbylting hefur átt sér stað innan veggja kirkjunnar. Við megum þó ekki gleyma því að hópar innan veggja hennar höfðu hvatt til slíkra breytinga löngu áður en til dæmis umræðan um hjúskap samkynhneigðra komst í hámæli. Kirkjan er í góðri æfingu þegar kemur að endurskoðun á hefðir og afstöðu til mikilvægra mála. Kristið fólk er sjálft gagnrýnið á það samfélag sem það er tilheyrir, kirkjuna. Fjölmörg dæmi má finna úr sögunni þar sem ríkjandi hugmyndir hafa þótt vera orðnar úr sér gengnar, yfirstjórn spillt og afstaða til ýmissa hópa fyrir neðan allar hellur. Þá hrópar fólk á nýja hugsun og nýja sýn. Þess vegna er kirkjan líka síbreytileg og vegferð hennar einkennist af síðstæðri endurskoðun og siðbót. Dr. Ynda Eldborg listfræðingur fjallar um þessi mál á dagskrá í Neskirkju sem hefst kl. 18:00, fimmtudaginn 3. október og stendur fram eftir kvöldi. Sjálfur ræði ég um túlkun guðfræðinga á umdeildum textum í Biblíunni sem notaðir hafa verið í gegnum aldirnar til fordæmingar á samkynhneigðum. Við njótum góðrar tónlistar og veitinga. Dagskráin er öllum opin. Með þessari sýningu og umfjöllun um hana viljum við halda áfram á þeirri braut sem farin hefur verið til aukinnar víðsýni og vitundar á brýnu réttlætismáli. Sagan geymir margan vitnisburð, meðal annars þann að ekki má slá slöku við í þessum efnum. Menningin er fljót að rata aftur í gömlu hjólförin.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun