„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 15:10 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
„Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira