Fyrsta skrefið í átt að því að skemmtiferðaskip geti stungið í samband í Sundahöfn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 12:31 Á annað hundrað skemmtiferðaskipa koma til Reykjavíkur á þessu ári. Svifryksmengun frá þeim er á við þúsundir bíla. Kåre Press-Kristensen Bygging aðveitustöðvar sem þjónustað gæti farþegaskip í Sundahöfn er stórt fyrsta skref í átt að umhverfisvænni uppbyggingu á hafnarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Veitna. Til stendur að verja um einum milljarði króna í verkefnið. Gert er ráð fyrir ríflega hundrað milljörðum í fjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Stærsta fjárfestingin snýr að uppfærslu á orkumælum en meðal annarra verkefna má nefna fyrirhugaða byggingu aðveitustöðvar rafmagns sem myndi gefa kost á landtengingum stórra skipa í Sundahöfn. „Það er fjárfesting upp á einn milljarð íslenskra króna og má segja að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi að bæta þjónustu sem er við þá aðila sem eru á svæðinu nú þegar í dag, í öðru lagi að gera borginni kleift að byggja svæðið upp meira og í þriðja lagi að geta þjónustað skemmtiferðaskip með hreina orku þegar þau koma til landsins,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Til einföldunar mætti líkja hugmyndinni við það að koma fyrir risastórri innstungu fyrir orkufrek skip. „Þetta er alveg glænýtt fyrir okkur Íslendinga og við erum bara stolt af því að taka þetta fyrsta stóra skref í áttina að því að geta gert þetta,“ segir Gestur. En fleiri aðilar þyrftu að koma að borðinu í framhaldinu. „Samstarf á milli borgarinnar, Faxaflóahafna, ríkisins og að sjálfsögðu skipafélaganna sem koma til landsins. Að mati Gests yrði þetta stórt grænt skref. Stefnt er að því að fyrsa fasa verkefnissins verði lokið í lok árs 2021 eða ársbyrjun 2022. Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir 102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Bygging aðveitustöðvar sem þjónustað gæti farþegaskip í Sundahöfn er stórt fyrsta skref í átt að umhverfisvænni uppbyggingu á hafnarsvæðinu segir framkvæmdastjóri Veitna. Til stendur að verja um einum milljarði króna í verkefnið. Gert er ráð fyrir ríflega hundrað milljörðum í fjárfestingar á næstu sex árum samkvæmt fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga. Stærsta fjárfestingin snýr að uppfærslu á orkumælum en meðal annarra verkefna má nefna fyrirhugaða byggingu aðveitustöðvar rafmagns sem myndi gefa kost á landtengingum stórra skipa í Sundahöfn. „Það er fjárfesting upp á einn milljarð íslenskra króna og má segja að verkefnið sé þríþætt. Í fyrsta lagi að bæta þjónustu sem er við þá aðila sem eru á svæðinu nú þegar í dag, í öðru lagi að gera borginni kleift að byggja svæðið upp meira og í þriðja lagi að geta þjónustað skemmtiferðaskip með hreina orku þegar þau koma til landsins,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Til einföldunar mætti líkja hugmyndinni við það að koma fyrir risastórri innstungu fyrir orkufrek skip. „Þetta er alveg glænýtt fyrir okkur Íslendinga og við erum bara stolt af því að taka þetta fyrsta stóra skref í áttina að því að geta gert þetta,“ segir Gestur. En fleiri aðilar þyrftu að koma að borðinu í framhaldinu. „Samstarf á milli borgarinnar, Faxaflóahafna, ríkisins og að sjálfsögðu skipafélaganna sem koma til landsins. Að mati Gests yrði þetta stórt grænt skref. Stefnt er að því að fyrsa fasa verkefnissins verði lokið í lok árs 2021 eða ársbyrjun 2022.
Ferðamennska á Íslandi Orkumál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir 102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
102 milljarðar í nýja orkumæla, aðveitustöð rafmagns fyrir farþegaskip og fleira Fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur gerir ráð fyrir að næstu sex árin verði 102 milljörðum króna varið í viðhalds- og nýfjárfestingar á vegum samstæðunnar. 30. september 2019 14:34