„Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2019 11:45 Ásta Hafberg upplifði kulnun í fyrra og ræddi hún reynslu sína af því í Bítinu í morgun. Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. Hún ráðleggur fólki að leyfa sér að slaka á í daglega lífinu, slaka á kröfunum gagnvart sjálfu sér og leyfa sér að gera ekki neitt. Ásta ræddi um sína reynslu af kulnun í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrr í vikunni sagði hún frá því á Facebook hvernig henni liði nú, einu og hálfu ári síðar eftir að hún „krassaði.“ Ásta lenti á vegg eftir páskana í fyrra. Hún segir að þegar hún hafi verið að líta til baka í kjölfarið hafi hún séð merki um kulnun miklu fyrr. „Þegar maður horfir aftur á bak, þegar maður er kominn í þetta ástand og fer að líta aftur á bak þá sér maður merki miklu fyrr. Ég held að engin manneskja vakni bara einn daginn og fari í kulnun. Það eru alls konar hlutir sem hafa gerst áður. Fólk hefur kannski trassað tímabundið, á erfitt með svefn, alls konar svona hlutir. En það var sem sagt þarna 2018 þar sem ég geng bara á vegg, bara einn daginn, allt í einu,“ segir Ásta. Hún lýsir því sem gerðist þá. „Þetta var bara mjög fáránlegt. Þetta var bara rétt eftir páska. Ég reyndar tók ekki páskafrí heldur fór að vinna af því það gerir maður alltaf. Svo mæti ég í vinnuna mína eftir páska og ég bara get ekkert. Ég get ekki hugsað, ég get einhvern veginn ekki gert neitt, það er eins og það sé slökkt. Þetta var alveg mjög undarleg upplifun því þegar maður lendir þarna þá notar maður oft orðið „Æ, krakkar ég er alveg örmagna.“ Maður notar það svona í flimtingum þegar maður er búinn að eiga erfiðan dag en þetta er bara það. Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna.“ Þennan dag fór hún heim til sín og lagðist í sófann. Daginn eftir fór hún svo til læknis. „Og var svo heppin að þetta var læknir með mikla reynslu. Hann fer að tala um þetta kulnunarástand og ég svona var ekkert tilbúin í einhvern veginn að „gúddera“ það en hann setur mig strax í veikindafrí í mánuð því ég samþykkti ekki meira en mánuð. Hann vildi bara setja mig strax í þrjá mánuð. Svo eftir mánuð fór ég til hans og hann setti tvo mánuði í viðbót.“ Ásta segir að í þriggja mánaða veikindaleyfinu hafi hún eiginlega ekki gert neitt. „Ég vaknaði á morgnana með börnunum mínum og þegar þau voru farin í skólann þá lagðist ég bara í sófann og ég var þar allan daginn og svaf. Svo grenjaði ég líka mjög mikið af því ég var mjög fúl yfir þessu ástandi og átti erfitt með að „gúddera þetta“. Ég fór mjög fljótt í að vera með dómhörku á sjálfa mig. Þetta var bara aumingjaskapur, það var ekkert að mér, ég var ekki fótbrotin þannig að þannig voru þrír mánuðirnir svolítið,“ segir Ásta.Stundum á ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á þætti Hún segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að hún fór í kulnun. „Í fyrsta lagi var ég á leigumarkaði með fimm börn í Reykjavík og það var rosalega mikið álag sem fylgdi því, svo var ég náttúrulega samfélagsmálabrjáluð, bæði mótmælti og hélt alls konar fundi og guð má vita hvað. Ég var líka í meira en fullu háskólanámi á þessu tímabili og svo bara vindur þetta upp á sig hægt og rólega. Það kemur meira og meira og á endanum þá er það bara eitthvað, þú bara dettur.“ Aðspurð hvernig staðan sé hjá henni núna, einu og hálfu ári seinna, og hvaða ráð hún eigi til þeirra sem eru að byrja glíma við kulnun eða eru að glíma við kulnun segir Ásta: „Staðan hjá mér er sú að ég er farin að geta gert ýmislegt en eins og ég skrifaði í færslunni á Facebook, ég er bara búin að læra að skammta mér tíma og í staðinn fyrir að berja mig í hausinn yfir því að geta ekki gert eitthvað í þrjá tíma þá nýt ég þess bara að gera það í korter og þá get ég gert eitthvað annað í korter. Svo er ég líka í endurhæfingu. Þetta er náttúrulega bæði andlegt og líkamlegt þannig að maður þarf einhvern veginn að taka á báðum þáttum og gefa sér tíma í það, vera þolinmóður og fyrir fólk sem er ekki þarna þá myndi ég ráðleggja það að leyfa sér að slaka á. Leyfa sér að gera ekki neitt. Leyfa sér hreinlega að slaka á sínum eigin kröfum gagnvart sjálfum sér því fólk í dag, það þarf allt að vera svo fínt, það þarf allt að vera svo flott, það þarf að vera sautján tómstundir og þrjú fjöll sem maður klýfur í fríinu. Stundum á maður ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á vonlausa þætti. Ég er orðin mjög góð í því.“Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. Hún ráðleggur fólki að leyfa sér að slaka á í daglega lífinu, slaka á kröfunum gagnvart sjálfu sér og leyfa sér að gera ekki neitt. Ásta ræddi um sína reynslu af kulnun í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrr í vikunni sagði hún frá því á Facebook hvernig henni liði nú, einu og hálfu ári síðar eftir að hún „krassaði.“ Ásta lenti á vegg eftir páskana í fyrra. Hún segir að þegar hún hafi verið að líta til baka í kjölfarið hafi hún séð merki um kulnun miklu fyrr. „Þegar maður horfir aftur á bak, þegar maður er kominn í þetta ástand og fer að líta aftur á bak þá sér maður merki miklu fyrr. Ég held að engin manneskja vakni bara einn daginn og fari í kulnun. Það eru alls konar hlutir sem hafa gerst áður. Fólk hefur kannski trassað tímabundið, á erfitt með svefn, alls konar svona hlutir. En það var sem sagt þarna 2018 þar sem ég geng bara á vegg, bara einn daginn, allt í einu,“ segir Ásta. Hún lýsir því sem gerðist þá. „Þetta var bara mjög fáránlegt. Þetta var bara rétt eftir páska. Ég reyndar tók ekki páskafrí heldur fór að vinna af því það gerir maður alltaf. Svo mæti ég í vinnuna mína eftir páska og ég bara get ekkert. Ég get ekki hugsað, ég get einhvern veginn ekki gert neitt, það er eins og það sé slökkt. Þetta var alveg mjög undarleg upplifun því þegar maður lendir þarna þá notar maður oft orðið „Æ, krakkar ég er alveg örmagna.“ Maður notar það svona í flimtingum þegar maður er búinn að eiga erfiðan dag en þetta er bara það. Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna.“ Þennan dag fór hún heim til sín og lagðist í sófann. Daginn eftir fór hún svo til læknis. „Og var svo heppin að þetta var læknir með mikla reynslu. Hann fer að tala um þetta kulnunarástand og ég svona var ekkert tilbúin í einhvern veginn að „gúddera“ það en hann setur mig strax í veikindafrí í mánuð því ég samþykkti ekki meira en mánuð. Hann vildi bara setja mig strax í þrjá mánuð. Svo eftir mánuð fór ég til hans og hann setti tvo mánuði í viðbót.“ Ásta segir að í þriggja mánaða veikindaleyfinu hafi hún eiginlega ekki gert neitt. „Ég vaknaði á morgnana með börnunum mínum og þegar þau voru farin í skólann þá lagðist ég bara í sófann og ég var þar allan daginn og svaf. Svo grenjaði ég líka mjög mikið af því ég var mjög fúl yfir þessu ástandi og átti erfitt með að „gúddera þetta“. Ég fór mjög fljótt í að vera með dómhörku á sjálfa mig. Þetta var bara aumingjaskapur, það var ekkert að mér, ég var ekki fótbrotin þannig að þannig voru þrír mánuðirnir svolítið,“ segir Ásta.Stundum á ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á þætti Hún segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að hún fór í kulnun. „Í fyrsta lagi var ég á leigumarkaði með fimm börn í Reykjavík og það var rosalega mikið álag sem fylgdi því, svo var ég náttúrulega samfélagsmálabrjáluð, bæði mótmælti og hélt alls konar fundi og guð má vita hvað. Ég var líka í meira en fullu háskólanámi á þessu tímabili og svo bara vindur þetta upp á sig hægt og rólega. Það kemur meira og meira og á endanum þá er það bara eitthvað, þú bara dettur.“ Aðspurð hvernig staðan sé hjá henni núna, einu og hálfu ári seinna, og hvaða ráð hún eigi til þeirra sem eru að byrja glíma við kulnun eða eru að glíma við kulnun segir Ásta: „Staðan hjá mér er sú að ég er farin að geta gert ýmislegt en eins og ég skrifaði í færslunni á Facebook, ég er bara búin að læra að skammta mér tíma og í staðinn fyrir að berja mig í hausinn yfir því að geta ekki gert eitthvað í þrjá tíma þá nýt ég þess bara að gera það í korter og þá get ég gert eitthvað annað í korter. Svo er ég líka í endurhæfingu. Þetta er náttúrulega bæði andlegt og líkamlegt þannig að maður þarf einhvern veginn að taka á báðum þáttum og gefa sér tíma í það, vera þolinmóður og fyrir fólk sem er ekki þarna þá myndi ég ráðleggja það að leyfa sér að slaka á. Leyfa sér að gera ekki neitt. Leyfa sér hreinlega að slaka á sínum eigin kröfum gagnvart sjálfum sér því fólk í dag, það þarf allt að vera svo fínt, það þarf allt að vera svo flott, það þarf að vera sautján tómstundir og þrjú fjöll sem maður klýfur í fríinu. Stundum á maður ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á vonlausa þætti. Ég er orðin mjög góð í því.“Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira