Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. október 2019 12:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi. Færeyjar Samgöngur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. Meðal annars stendur til að flýta framkvæmdum við að aðskilja akstursstefnur. Samgönguráðherra segir að hugsa verði út fyrir kassann varðandi fjármögnun. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrir árin 2020 til 2034 í morgun. Gert er ráð fyrir að framlög til vegagerðar verði aukin umtalsvert auk þess sem til stendur að flýta framkvæmdum við ákveðin verkefni.Sjá einnig: Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun „Við erum búin að flýta öllum þessum framkvæmdum á stofnframkvæmdum, aðskilja akstursstefnur, þannig að innan sjö ára verðum við svona með megin þungann af þeim en innan fimmtán ára verðum við búin að aðskilja akstursstefnur austur fyrir Hellu, upp í Borgarnes, tvöfalda Reykjanesbrautina. Og þar við bætist þónokkrar framkvæmdir sem eru nýjar inn, stórar einbreiðar brýr og svona vegaframkvæmdir hringinn í kringum landið, ný Ölfusárbrú og svo vonandi í fyllingu tímans tvöföldun Hvalfjarðarganga og ný Sundabraut,“ segir Sigurður Ingi. Þá er kynnt til sögunnar ný flugstefna fyrir Íslands og gert ráð fyrir sérstakri jarðgangaáætlun. „Sem segir að það verða alltaf einhver jarðgöng í gangi og við erum með verkefni núna á Austurlandi sem var samþykkt í núgildandi samgönguáætlun, göng til Seyðisfjarðar og undir Fjarðarheiði, sem er umtalsvert stórt verkefni,“ segir Sigurður Ingi. Í því sambandi sé horft til færeyskrar hugmyndafræði um að það verði tekin upp notendagjöld til að greiða niður þann kostnað. Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku á nokkrum svæðum þegar fram líða stundir en útfærsla liggur ekki fyrir. „Þau verkefni sem heyra beint hjá mér eru svokölluð samvinnuverkefni þar sem er verið að flýta einstökum verkefnum og það verður frumvarp sem fer fyrir þingið. Það eru sex verkefni sem þar heyra undir. Síðan varðandi gjaldtökuna innan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er það auðvitað bara breytt gjaldtaka sem að er unnin í fjármálaráðuneytinu og í starfshópi sem er stýrt þaðan og mun taka einhver ár. Enda fyrirhuguð gjaldtaka ekki á næstu árum,“ segir Sigurður Ingi.
Færeyjar Samgöngur Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira