Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 15:50 Geðsvið Landspítalans á Kleppi. Vísir/Vilhelm Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella. Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta kemur fram í skýrslu umboðsmanns Alþingis sem nú hefur verið birt á vef embættisins. Stjórnvöldum er gefinn frestur til 1. maí 2020 til að bregðast við.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku. Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að þótt sjúklingur sé frelsissviptur á grundvelli lögræðislaga eða dóms, veiti það starfsmönnum geðheilbrigðisstofnana þó ekki sjálfkrafa heimild til að skerða réttindi sjúklinga. Skýrslan er sú fyrsta sem embætti umboðsmanns birtir á grundvelli OPCAT-eftirlitsins svokallaða, en umboðsmanni var falið það verkefni að annast eftirlitið eftir að Ísland fullgilti valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Skýrslan byggist á niðurstöðum úr eftirlitsheimsóknum á þrjár lokaðar deildir geðsviðs Landspítalans á Kleppi í Reykjavík, réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérhæfða endurhæfingargeðdeild en þar hafa einstaklingar jafnan verið vistaðir án samþykkis að því er segir í frétt á vef umboðsmanns. Tilmælum beint til þriggja ráðherra Fram kemur þó að almennt búi sjúklingar á deildunum þremur við góðan aðbúnað. Afþreying og endurhæfing sé almennt í góðu horfi og mönnun í lagi. Þó eru sett fram nokkrar ábendingar og tilmæli í skýrslunni. Bent er á að á Íslandi sé ekki til staðar sérstök geðheilbrigðislöggjöf, ólíkt því sem gerist á Norðurlöndum. Umboðsmaður komst einnig að því við athugun sína að vistun og meðferð sjúklinga sem glíma við alvarlegan geðrænan vanda feli í sér frávik frá meginreglum um sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga miðað við núverandi framkvæmd. „Þrátt fyrir að ekki verði séð að sjúklingar þar séu beittir ómannlegri eða vanvirðandi meðferð verði ekki fram hjá því litið að ráðstafanir sem kunni að skerða stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga verði að eiga sér fullnægjandi lagastoð,“ segir meðal annars í frétt á vef umboðsmanns um málið. Þar til úr þessu verði bætt beinir umboðsmaður þeim tilmælum til Landspítalans að taka skipulag og starfsemi deildanna til skoðunar. Tilmælum er jafnframt beint til heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra um lagaleg álitaefni. Þá er athygli félagsmálaráðherra enn fremur vakin á því að skortur sé á félagslegum búsetuúrræðum sem getur valdið því að vistun fólks á spítalanum geti orðið lengri og þungbærari en ella.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mannréttindi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels