Lágbrúin "klárlega betri kostur“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng. Í sumar var gefin út skýrsla um Sundabrautina þar sem tveir kostir koma til greina til að þvera Kleppsvík, jarðgöng eða lágbrú. Lágbrúin myndi liggja á milli Gufuneshöfða og Holtagarða en jarðgöngin ytra og yrðu mun lengri leið.Í minnisblaði hafnarstjóra Faxaflóahafna kom fram að jarðgöng yrðu betri kostur en lágbrú. Taldi hafnarstjórinn lágbrú eiga eftir að verða rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar og að mörg fyrirtæki sem reiða sig á höfnina myndu sjá sæng sína uppreidda. Kostnaður jarðganganna yrði 74 milljarðar króna en 60 milljarðar við lágbrú.Bent hefur verið á að matið byggi á gömlum gögnum og þörf á nýrri kostnaðargreiningu. Hefur hafnarstjórinn bent á að í þessar tölur vanti afleiddan kostnað vegna lágbrúarinnar sem gæti numið tugum milljörðum.Yfirlýsing Faxaflóahafna kemur á óvart Sigurður Ingi segist enn þeirrar skoðunar að lágbrú sé betri kostur. Bæði sé hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Miðað við skýrsluna sem ég fékk þá er það klárlega mun betri kostur. Mér kemur svolítið á óvart að Faxaflóahafnir skuli fara út með yfirlýsingu þegar við höfum ekki átt neinar einustu samræður um hlutina öðruvísi en í þessum starfshópi var talað við Faxaflóahafnir og skipafélögin á þessum tíma. Og þessir valkostir settir upp af skýrsluhöfundum vegna þess að þeir sáu fyrir sér hvað væri best fyrir samfélagið í heild. Skipulag sveitarfélaganna, umferðarþróun til langs tíma og þar eru kannski fleiri þættir undir heldur en rekstur á hafnarmannvirkjum,“ segir Sigurður Ingi.Sundabraut gæti orðið að veruleika innan 15 ára Sundabraut er ekki inn í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir næstu 15 árin. Sigurður segist vinna að því hörðum höndum að Sundabrautin verði að veruleika innan þess tímaramma. „Já, ég vona svo sannarlega að það verði gert og vinn að því hörðum höndum. Ef lágbrúarleiðin verður ófær að mati kjörinna fulltrúa, sem taka ákvörðunina hér í sveitarfélögunum, og þeim sem koma að Faxaflóahöfnum, þá er hin leiðin fær, það er að segja jarðgöngin, og klárlega verkefni sem er nauðsynlegt til að tryggja hér betri umferð til lengri tíma.“ Hann vonast til að geta sett verkefnið sem fyrst af stað á þessu kjörtímabili. „Það tekur auðvitað einhvern tíma að endurhanna þau mannvirki sem þarna eiga að vera. Því svona tölur sem við höfum byggt á byggja á gamalli hönnun og það hefur auðvitað margt gerst síðan. Svo tekur auðvitað svona stórt verkefni nokkur ár í framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi.Markaður fyrir allar þessar framkvæmdir Samgöngusáttmálinn boðar framkvæmdir fyrir 120 milljarða, þar sem eftir á að fjármagna 60 milljarða. Sundabraut gæti kostað 60 til 70 milljarða. Sigurður telur markað fyrir allar þessar framkvæmdir. „Það er engin spurning um það. Eins og rætt hefur verið um, um fjárhæðirnar innan samgöngusáttmálans, þá tengjast þær auðvitað orkuskiptum og skipta hér um tekjukerfi á meðan Sundabrautin er hreint PPP-verkefni, ekkert ósvipað Hvalfjarðargöngunum, og snúast um ávinning fólks að fara styttri og öruggari leiðir.“ Sigurður ætlar að eiga fundi með sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafnir um þessi sameiginlegu áform og reyna að finna sameiginlega framtíðarsýn. Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Lágbrú við lagningu Sundabrautar yrði rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar að mati hafnaryfirvalda. Mörg fyrirtæki sjá sæng sína uppreidda verði farið í lágbrú en samgönguráðherra hefur mælt með þeirri framkvæmd fram yfir jarðgöng. Í sumar var gefin út skýrsla um Sundabrautina þar sem tveir kostir koma til greina til að þvera Kleppsvík, jarðgöng eða lágbrú. Lágbrúin myndi liggja á milli Gufuneshöfða og Holtagarða en jarðgöngin ytra og yrðu mun lengri leið.Í minnisblaði hafnarstjóra Faxaflóahafna kom fram að jarðgöng yrðu betri kostur en lágbrú. Taldi hafnarstjórinn lágbrú eiga eftir að verða rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar og að mörg fyrirtæki sem reiða sig á höfnina myndu sjá sæng sína uppreidda. Kostnaður jarðganganna yrði 74 milljarðar króna en 60 milljarðar við lágbrú.Bent hefur verið á að matið byggi á gömlum gögnum og þörf á nýrri kostnaðargreiningu. Hefur hafnarstjórinn bent á að í þessar tölur vanti afleiddan kostnað vegna lágbrúarinnar sem gæti numið tugum milljörðum.Yfirlýsing Faxaflóahafna kemur á óvart Sigurður Ingi segist enn þeirrar skoðunar að lágbrú sé betri kostur. Bæði sé hún ódýrari, henti fyrir alla samgöngumáta, bílandi, almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi. „Miðað við skýrsluna sem ég fékk þá er það klárlega mun betri kostur. Mér kemur svolítið á óvart að Faxaflóahafnir skuli fara út með yfirlýsingu þegar við höfum ekki átt neinar einustu samræður um hlutina öðruvísi en í þessum starfshópi var talað við Faxaflóahafnir og skipafélögin á þessum tíma. Og þessir valkostir settir upp af skýrsluhöfundum vegna þess að þeir sáu fyrir sér hvað væri best fyrir samfélagið í heild. Skipulag sveitarfélaganna, umferðarþróun til langs tíma og þar eru kannski fleiri þættir undir heldur en rekstur á hafnarmannvirkjum,“ segir Sigurður Ingi.Sundabraut gæti orðið að veruleika innan 15 ára Sundabraut er ekki inn í samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið fyrir næstu 15 árin. Sigurður segist vinna að því hörðum höndum að Sundabrautin verði að veruleika innan þess tímaramma. „Já, ég vona svo sannarlega að það verði gert og vinn að því hörðum höndum. Ef lágbrúarleiðin verður ófær að mati kjörinna fulltrúa, sem taka ákvörðunina hér í sveitarfélögunum, og þeim sem koma að Faxaflóahöfnum, þá er hin leiðin fær, það er að segja jarðgöngin, og klárlega verkefni sem er nauðsynlegt til að tryggja hér betri umferð til lengri tíma.“ Hann vonast til að geta sett verkefnið sem fyrst af stað á þessu kjörtímabili. „Það tekur auðvitað einhvern tíma að endurhanna þau mannvirki sem þarna eiga að vera. Því svona tölur sem við höfum byggt á byggja á gamalli hönnun og það hefur auðvitað margt gerst síðan. Svo tekur auðvitað svona stórt verkefni nokkur ár í framkvæmdum,“ segir Sigurður Ingi.Markaður fyrir allar þessar framkvæmdir Samgöngusáttmálinn boðar framkvæmdir fyrir 120 milljarða, þar sem eftir á að fjármagna 60 milljarða. Sundabraut gæti kostað 60 til 70 milljarða. Sigurður telur markað fyrir allar þessar framkvæmdir. „Það er engin spurning um það. Eins og rætt hefur verið um, um fjárhæðirnar innan samgöngusáttmálans, þá tengjast þær auðvitað orkuskiptum og skipta hér um tekjukerfi á meðan Sundabrautin er hreint PPP-verkefni, ekkert ósvipað Hvalfjarðargöngunum, og snúast um ávinning fólks að fara styttri og öruggari leiðir.“ Sigurður ætlar að eiga fundi með sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóahafnir um þessi sameiginlegu áform og reyna að finna sameiginlega framtíðarsýn.
Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Fleiri fréttir Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Sjá meira
Lágbrú gæti orðið rothögg fyrir starfsemi Sundahafnar Þetta er mat stjórnar Faxaflóahafna sem telur jarðgöng hagkvæmari kost, þvert á það sem samgönguráðherra hefur lagt til. 12. október 2019 13:00