Fellibylurinn í Japan: Undarlegt að upplifa Tókýó nær mannslausa á meðan óveðrið gekk yfir Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. október 2019 19:00 Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra. Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Á sjötta tug eru látnir eftir að fellibylurinn Hagibis gekk yfir stóran hluta Japans. Íslensk kona sem býr í Tókýó segir það hafa verið sérstakt að upplifa þessa milljóna manna borg nær tóma eftir að yfirvöld settu útgöngubann á, vegna stormsins. Yfirvöld í Japan meta enn eyðilegginguna sem urðu af völdum fellibylsins Hagibis sem gekk yfir Japan um helgina. Björgunarsveitir leita enn á svæðum sem urðu verst úti að eftirlifendum hamfaranna. Að minnsta kosti fimmtíu og sex létust og á annan tug er enn saknað.Asra Rán Björt Zawarty Samper býr í Tókýó og stundar þar nám.Vísir/Stöð 2Einkennilegt að sjá Tókýó nær mannlausa Íslensk kona, búsett í Tókýó segir storminn hafa haft gífurleg áhrif í borginn þrátt fyrir að fellibylurinn hafi ekki gengið þar yfir. „Það sem að var hvað helst einkennilegt var það borgin var bara lokuð, hún var bara í „lock down“ eiginlega. Það er eitthvað sem gerist bara aldrei í Tókýó,“ Asra Rán Björt Zawarty Samper, sem stundar nám þar í borg. Shinzo Abe, forsætisráðherra landsins fyrirskipaði í dag að eitt þúsund liðsmenn úr varaliði hersins mundi taka þátt í björgunarstörfum með öðrum þrjátíu þúsund hermönnum og björgunarmönnum. Tugþúsundir Japana halda til í neyðarskýlum.Hús hreinlega tættust í sundur þegar fellibylurinn gekk yfir.APHús tættust í sundur í veðurofsanum Víða í kringum höfuðborg landsins fór illa. Hús hreinlega tættust í sundur eða hrundu og bílar tókust á loft. Vindhraðinn náði að minnsta kosti 60 metrum á sekúndu á tímabili. 176 ár flutu yfir bakka sína, einkum í mið- og austurhluta landsins. „Það voru hús sem voru rifin og þak fór af sumum og bílar á hvolfi og allt á floti. Það var ein á, sem er bara rétt hjá þar sem ég bý, sem að fylltist,“ segir Asra. Asra segist hafa fundið vel fyrir veðrinu í borginni. „Húsið hristist og ég var kannski bara aðallega hrædd um það að gluggarnir myndu brotna eða eitthvað svoleiðis en aðalega var þetta rosalega þung rigning,“ segir Asra. Þrátt fyrir að björgunarstarf sé enn í fullum gangi í nágrannahéruðum Tókýó er borgin að komast í samt horf. „Tókýó er þegar búin að ná sér. það er allt bara komið í eðlilegt ástand hér. Í héruðum í kringum Tókýó býst ég við að þetta taki aðeins lengri tíma,“ segir Asra.
Íslendingar erlendis Japan Tengdar fréttir Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45
Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Á annað hundruð þúsund lögreglumanna, slökkviliðsmanna, strandgæsluliða og hermanna tekur þátt í leit og björgun eftir fellibylinn Hagibis. 14. október 2019 09:40