Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 20:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07
Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35