John Kerry sagði íslenska heilbrigðiskerfið hafa komið sér í gegnum ávarp sitt í Hörpu Birgir Olgeirsson skrifar 12. október 2019 21:00 Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“ Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson afhenti John Kerry verðlaun Hringborðs Norðurslóða í dag. Í ræðu sinni lofsamaði John Kerry heilbrigðiskerfi Íslendinga og lýsti yfir stríði við efasemdamenn um loftslagsbreytingar. John Kerry, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, kom hingað til lands í morgun. Hann var kynntur á svið af formanni Hringborðs Norðurslóðanna, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem sagði Kerry hafa sýnt þessum vettvangi stuðning frá byrjun. Ólafur sagði Kerry vel að verðlaununum komin fyrir ötula baráttu gegn loftslagsbreytingum. Þegar Kerry hóf ávarpa sitt var augljóst á röddinni að hann hafði glímt við flensu. Hann sagði þetta ávarpa hans vera prófstein á íslenska heilbrigðiskerfið. Ef hann kæmist í gegnum það án þess að röddin myndi bregðast honum, þá væru íslenskir heilbrigðisstarfsmenn að skila frábæru starfi. Kerry greindi frá því að hann hefði farið á Læknavaktina þar sem hann tók númer og beið þolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. „Svo kom röðin en að mér en þau eru mjög klók. Þá ferðu inn á aðra biðstofu með öðru númerkerfi og maður bíður enn. En þetta gekk fljótt fyrir sig,“ sagði Kerry sem hélt röddinni út ávarpið. Hann sagði baráttuna við loftslagsbreytingar ærið verkefni því afleiðingarnar verða æ augljósari. „Þessi júlí lagði sitt að mörkum til að gera þetta ár að því heitasta í mannkynssögunni. Og þetta ár var hluti af heitasta áratug mannkynssögunnar. Áratugurinn á undan er sá næstheitasti og áratugurinn þar á undan sá þriðji heitasti.“ Efasemdarmenn væru þó til staðar. „Við erum með 130 efasemdarmenn á bandaríska þinginu og forseti Bandaríkjanna reynir að segja fólki að þetta séu kínverskt gabb.“ Kerry sagði staðreyndirnar augljósar en á okkar tímum væri auðvelt að dreifa lygum og efasemdum með hjálp tölvutækninnar. Hann minnti á að allir ættu rétt á sínum skoðunum en það breytti ekki staðreyndum málsins. Hann sagði stjórnmálamenn bregðast hlutverki sínu í baráttunni við loftslagsbreytingar. „Þess vegna er Greta Thunberg þarna úti og þess vegna eru börnin að efna til loftslagsverkfalla,“ sagði Kerry og bætti við að börnunum væri alveg sama um skoðanir manna, þau horfi einfaldlega til staðreynda málsins sem blasa við. Kerry greindi frá því að hann hefði fengið Arnold Schwarzenegger með sér í lið gegn efasemdarmönnum. Hefur hann lýst yfir stríði gegn þeim sem afneita loftslagsbreytingum. „Þeir sem dreifa efasemdum, lygum og afbökun á staðreyndum hafa lýst yfir stríði gegn almennri skynsemi og vísindum. Við þurfum að berjast gegn því til að gera það sama og við gerðum í seinni heimsstyrjöldinni þegar við ákváðum að við yrðum að hafa sigur.“
Heilbrigðismál Norðurslóðir Reykjavík Hringborð norðurslóða Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira