Segir Ísland áratugum á eftir í úrræðum fyrir heimilislausa Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. október 2019 20:00 Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar. Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Aðstandandi manns sem var heimilislaus til margra ára og lést á götunni segir Ísland áratugum á eftir nágrannaþjóðum í úrræðum. Formaður Velferðarráðs segir lykilatriði að ríkið komi að í fjármögnun til þess að hægt sé að taka á vanda heimilislausra. Borgarráð samþykkti í gær endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Fjölga á skammtíma úrræðum en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Á málþingi um heimilisleysi, kynnti framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa úrræði sem Finnar hafa boðið uppá en landið hefur staðið sig einna best í að mæta þörfum þessa hóps.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir/BaldurRíkið þarf að koma að málum Reykjavíkurborg ver í ár 1200 milljónum í þjónustu við heimilislausa. Aðgerðaráætlunin sem samþykkt í borgarráði í gær, og vísað var til borgarstjórnar, hljóðar upp á 1700 milljónir. Í Finnlandi kemur ríkið að verkefninu með myndarlegum hætti á fjármögnun þess sem formaður velferðarráðs segir að sé lykilatriði. „Að ríkið komi inn með mjög sterkkan fjárhagslegan stuðning við sveitarfélög sem glíma við þennan vanda. Byggja upp húsnæði og með úrræði og með heilbrigðisþjónustu. Sterkar löggæslu, neyslurými og ýmislegt annað sem að sveitarfélögin hreinlega geta ekki gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar.Vísir/BaldurÍsland áratugum á eftir nágrannalöndunum í úrræðum fyrir heimilislausa Aðstandandi Lofts Gunnarssonar sem var lengi heimilislaus segir að staða hans hafi ekki einungis bitnað á honum heldur fjölskyldunni allri. Hann segir Ísland áratugum á eftir þeirri hugmyndafræði sem Finnar hafa í úrræðum heimilislausra. Loftur lést langt fyrir aldur fram „Allavega miðað við það sem ég sá hjá þeim að þá erum við kannski 20-25 árum á eftir þeirra hugmyndafræði sem að snýst um lausnir, snýst um húsnæði, snýst um þjónustu og snýst um að koma fólki aftur út í lífið sem að er stóra verkefnið,“ segir Gunnar Hilmarsson, frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Gunnar segir Reykjavíkurborg standi sig vel í málefnum heimilislausra en vinna þarf að því að útrýma fordómum gagnvart þessum hópi. „Ég er alveg sannfærður um það ef að Loftur hefði haft aðgang að úrræði eins og "Housing first" þar sem þar er veitt þjónusta og húsnæði þá væri hann ekki dáinn,“ segir Gunnar.
Félagsmál Heilbrigðismál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. 10. október 2019 18:45
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Víðines verði áfangaheimili fyrir þá sem lokið hafa meðferð Borgaryfirvöld undirbúa nú tillögu sem miðar að því að komið verði á fót áfangaheimili í Víðinesi fyrir þá sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. 7. október 2019 16:57