Dómstóll stöðvar ströng þungunarrofslög Alabama Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2019 21:10 Mótmæli krefst þess að bönn við þungunarrofi verði stöðvuð við Hæstarétt Bandaríkjanna fyrr á þessu ári. Vísir/EPA Nær algert bann við þungunarrofi í Alabama í Bandaríkjunum tekur ekki gildi í næsta mánuði eins og til stóð eftir að alríkisdómstóll setti lögbann á það. Fylgismenn laganna stefna að því að lögin komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna með þeirri von að hann afnemi réttinn til þungunarrofs í landinu. Lögin sem ríkisþing Alabama samþykkti fyrr á þessu ári og áttu að taka gildi 15. nóvember hefðu orðið þau ströngustu í Bandaríkjunum. Þau hefðu bannað þungunarrof í nær öllum tilvikum og á öllum stigum meðgöngu. Þá hefði verið hægt að sækja lækna sem framkvæmdu þungunarrof til saka og dæma þá í allt að 99 ára fangelsi. Aðeins var gerð undanþága frá banninu þegar líf konu er í hættu en ekki í tilfellum nauðgunar eða sifjaspells. Alabama var eitt nokkurra íhaldssamari ríkja Bandaríkjanna þar sem ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu ströng þungunarrofslög. Í öllum tilfellum hafa dómstólar stöðvað gildistöku laganna, að sögn New York Times. Yfirlýst markmið stuðningsmanna frumvarpanna er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að snúa við dómafordæmi sínu sem lögleiddi þungunarrof. Hæstirétturinn er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara eftir að Donald Trump forseti og repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings staðfestu tvo nýja dómara við réttinn í fyrra og hittifyrra. Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Nær algert bann við þungunarrofi í Alabama í Bandaríkjunum tekur ekki gildi í næsta mánuði eins og til stóð eftir að alríkisdómstóll setti lögbann á það. Fylgismenn laganna stefna að því að lögin komi til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna með þeirri von að hann afnemi réttinn til þungunarrofs í landinu. Lögin sem ríkisþing Alabama samþykkti fyrr á þessu ári og áttu að taka gildi 15. nóvember hefðu orðið þau ströngustu í Bandaríkjunum. Þau hefðu bannað þungunarrof í nær öllum tilvikum og á öllum stigum meðgöngu. Þá hefði verið hægt að sækja lækna sem framkvæmdu þungunarrof til saka og dæma þá í allt að 99 ára fangelsi. Aðeins var gerð undanþága frá banninu þegar líf konu er í hættu en ekki í tilfellum nauðgunar eða sifjaspells. Alabama var eitt nokkurra íhaldssamari ríkja Bandaríkjanna þar sem ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins samþykktu ströng þungunarrofslög. Í öllum tilfellum hafa dómstólar stöðvað gildistöku laganna, að sögn New York Times. Yfirlýst markmið stuðningsmanna frumvarpanna er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að snúa við dómafordæmi sínu sem lögleiddi þungunarrof. Hæstirétturinn er nú skipaður öruggum meirihluta íhaldssamra dómara eftir að Donald Trump forseti og repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings staðfestu tvo nýja dómara við réttinn í fyrra og hittifyrra.
Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59 Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10 Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Ríkisstjóri staðfestir stranga þungunarrofslöggjöf Alabama Alabama verður nú með ströngustu þungunarrofslögin í Bandaríkjunum. Nær öruggt er talið að lögin komi til kasta dómstóla, jafnvel Hæstaréttar Bandaríkjanna. 15. maí 2019 22:59
Ætla að setja á ströngustu lög Bandaríkjanna varðandi þungunarrof Öldungadeildarþingmenn í Alabama í Bandaríkjunum samþykktu í gærkvöldi frumvarp sem gerir þungunarrof nær útlægt með öllu úr ríkinu. 15. maí 2019 08:10
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07
Þungunarrofslöggjöfin stranga í Alabama hluti af stærri mynd Ríkisþingið í Alabama í Bandaríkjunum samþykkti í gær einhverja ströngustu þungunarrofslöggjöf sem fyrirfinnst í landinu. Löggjöfin bannar konum í öllum tilfellum að fara í fóstureyðingu nema að heilsu þeirra sé ógnað. Stjórnmálafræðingur segir þetta liður í stærra púsli til að hnekkja löggjöfinni fyrir hæstarétti Bandaríkjanna. 15. maí 2019 20:00