Mér er hugsað til þín í dag, kæra kona Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 24. október 2019 16:00 Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Jafnréttismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Á þessum kvennafrídegi verður mér hugsað til allskonar kvenna út um allan heim. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa lifað af ofbeldi. Þeirra sem hafa aldrei þorað að segja frá því að hafa orðið fyrir ofbeldi - því þær horfðu upp á skepnulega meðferð á þeim sem þorðu að stíga fram og greindu frá. Sagðar vera athyglissjúkar eða að hefna sín. Það eru jú alltaf tvær hliðar á öllum málum og allt það. Mér verður hugsað til kvenna sem eru með mar á enninu eftir að hafa rekist í glerþakið svo oft og á svo mismunandi vegu í atvinnulífinu. Því konur verða bara að vera duglegri við að brjóta glerþakið ef þær vilja jöfn laun á við karla. Mér er hugsað til kvenna sem dag hvern skerða lífsgæði sín og ganga á sitt líkamlega og andlega hreysti þar sem þær starfa við að huga að heilsu og lífi annara. Og af því að þær starfa í umönnunargeiranum þá eru þær sjálfkrafa í láglaunastétt. Mér verður hugsað til mæðra. Sem hafa gengið með börn. Sem hafa í upphafi meðgöngu verið ælandi í ruslafötuna inn á skrifstofunni sinni svo enginn sæi til. Og verið svo með samviskubit yfir því að geta ekki afkastað eins miklu og vanalega. Og fyrir vikið farið í taugarnar á samstarfsmönnum sínum. Þeirra sem hafa alið börn með öllum sínum styrk og sársauka. Verður sérstaklega hugsað til þeirra mæðra sem hafa átt fötluð eða veik börn. Og hafa vitað að eitthvað var að en það var ekki hlustað á þær. Sagðar móðursjúkar. Histerískar. Mér verður hugsað til kvenna sem hafa komið með hugmynd eða tillögu á fundi - en enginn heyrði hana fyrr en karlmaður bar upp nákvæmlega sömu tillögu. Og hún var samþykkt. Og talin stórkostleg. Ég er að hugsa til ykkar kvenna sem akkúrat núna eru að fá einhvera eðal hrútskýringu á því sem þið vitið allt um og jafnvel gott betur en karlmaðurinn sem er að tala við ykkur. Manspreadaður. Ég er að hugsa til ykkar sem líða kvalir, samviskubit og upplifa sjálfshatur dag hvern yfir því líta ekki út nákvæmlega samkvæmt útlitskröfum. Brengluðum og sjúkum staðalmyndum. Ég er að hugsa til ykkar sem hafa kært nauðgarann ykkar en hann fékk sýknun. Líf ykkar er skert. En þið eruð taldar, samkvæmt dómstólum, hafa sagt ósatt. Og nauðgarinn ykkar er saklaus. Því sektin var ekki sönnuð. Mér er hugsað til allra þeirra kvenna sem stigu fram í #metoo byltingunni. Og mér líka hugsað til allra ykkar sem gerðu það ekki. Á þessum kvennafrí-degi er ég að hugsa um að ég hef ennþá einlæga trú á því að jafnrétti náist. Verði lárétt lína. Og samfélaginu líður öllu betur. Baráttan hófst fyrir löngu síðan. Og heldur áfram. Systur munu berjast.Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun