Óli Björn segir Samfylkingu og Viðreisn vilja einangra Ísland í „fyrirmyndarríkinu ESB“ Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2019 19:15 Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í. Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar vill að unnið verði að fríverslunarsvæði ríkja við norður Atlantshaf. Samfylkingin og Viðreisn vilji hins vegar einangra Íslands innan Evrópusambandsins en formenn þeirra flokka tóku dræmt í hugmyndina. Óli Björn Kárason sagði í sérstökum umræðum á Alþingi í dag að fáar þjóðir ættu meira undir frjálsum utanríkisviðskiptum en Íslendingar og þar skipti aðildin að EFTA og EES miklu máli. Hann hafi lengi mælt með að samið yrði um fríverslunarsvæði þjóða við norður Atlantshaf. „Fríverslunarsvæði með þátttöku okkar Íslendinga, Noregs, Grænlands, Færeyja, Kanada og Bandaríkjanna og hugsanlega líka Bretlands ef mál þróast á þann veg sem flest bendir til,“ sagði Óli Björn. Þannig gæti myndast 430 milljóna manna markaður fullvalda þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók jákvætt í þessa hugmynd en ótrúlega lítill tími hafi farið í að ræða þessi miklu hagsmunamál. Fyrir utan EES samninginn hefði Ísland þó einnig gert 30 samninga við 41 ríki í gegnum EFTA samstarfið sem næðu til 1,2 milljarða manna, auk annarra samninga. Þá væri unnið markvisst að samningum við Bandaríkin. „Síðan varðandi hugmynd háttvirts þingmanns. Þá er hún mjög góð. En við auðvitað gerum það ekki öðruvísi en allir hinir vilji vera með. Við erum hins vegar bara að vinna jafnt og þétt að því að efla samskiptin við þessi ríki,“ sagði Guðlaugur Þór. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki ætla að mæla á móti frjálsum viðskiptum og góðu samstarfi milli ríkja. Hann teldi þó ekki mikla möguleika á að hugmynd Óla Björns gæri orðið að veruleika. „Í fyrsta lagi gera Bandaríkjamenn kröfur um niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum. Hverjir skyldu það nú vera sem hafa helst staðið gegn slíkum samningum? Og einnig að Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki haft mikinn áhuga á slíkum samningi,“ sagði Logi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði lönd í norður Atlantshafi ekki líkleg til að vilja fórna þeirri stöðu sem þau hefðu í dag. „Hafa menn spurt þau að því? Og það allt fyrir, að mínu mati, þröngsýni innan Sjálfstæðisflokksins af ótta við Miðflokkinn. Slíkur samningur myndi að mínu mati bæta littlu við það sem við höfum,“ sagði Þorgerður Katrín en ummæli hennar og Loga náðu að ýfa Óla Björn sem sagðist furðu lostinn á málflutningi formanns Viðreisnar. „Við munum halda áfram Sjálfstæðisflokkur, enda höfum við verið leiðandi í því, að reyna að tryggja hér opið og frjálst samfélag. Opnara samfélag heldur en fyrirmyndarríki Samfylkingar og Viðreisnar í Evrópusambandinu. Þakka ykkur kærlega fyrir.“ „Ekkert að þakka,“ kallaði Logi fram í.
Alþingi Efnahagsmál Evrópusambandið Utanríkismál Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira