Níutíu manns tóku inntökuprófið í slökkviliðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2019 19:23 Ingibjörg segir mun færri konur en karla sækja um. stöð 2 Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þeir sem vilja vinna sem slökkviliðsmenn þurfa að geta hlaupið þrjá kílómetra á þrettán mínútum og geta klifrað upp í tuttugu metra hæð og sýnt þar fram á rökhugsun. Þá mega þeir alls ekki vera lofthræddir. Níutíu manns hafa glímt við inntökuprófið síðustu daga. Til þess að geta sótt um starfið þarf umsækjandi að hafa lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi og hafa meirapróf. Þá þarf umsækjandi að hafa mjög góða líkamsburði, sjón og heyrn og má alls ekki vera lofthræddur eða með innilokunarkennd. Níutíu manns sóttu um að komast í slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í ár og hafa inntökuprófin verið í fullum gangi síðustu daga. „Við byrjum á því að leggja fyrir umsækjendur hlaupapróf og þeir sem náðu því eru hérna í dag og það eru um það bil helmingur af þeim sem reyndu að ná prófinu,“ segir Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hlaupa þarf 3 km vegalengd á innan við 13:15 mínútum til að ná prófinu. „Við taka svo fleiri próf þetta er eitt af þeim þetta heitir dúkkuburður og þetta þurfa þau að gera fram og til baka og þetta er sjötíu kílóa dúkka,“ segir Ingibjörg.Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á körfubíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi hafi rökhugsun við þær aðstæður. „Síðan tekur við þrek- og styrktarpróf sem gengur út á armbeygjur og planka og síðan tekur við innilokunarkennd, þar sem þeir leysa þrautir með reykköfunartæki og búnað blindaðir.“ Þá tekur við sundpróf sem felst í 200 metra bringusundi, 200 metra skriðsundi og 25 metra björgunarsundi. Eftir það tekur við skriflegt próf, aksturspróf, viðtal og læknisskoðun. „Við höfum aldrei verið í vandræðum með að fá umsækjendur það hafa alltaf verið mjög margir sem hafa sótt um.“ Það mun svo skýrast í lok nóvember hversu margir náðu prófinu og verða ráðnir. Líklega verða það talsvert fleiri karlar en konur en eins og staðan er í dag eru aðeins sjö konur fastráðnar í slökkviliðinu. „Það er náttúrlega miklu minna af konum bæði sem sækja um og sem ná öllum prófum, það er bara staðan.“ Hún segir fimm konur hafa náð í gegn um hlaupaprófið af fjörutíu og fimm.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira