Freyja „í skýjunum“ yfir dómi Hæstaréttar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. október 2019 11:01 Freyja Haraldsdóttir bindur vonir við að ljóst verði fyrr en síðar hvort draumur hennar rætist. Vísir/Freyja Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, segist hæstánægð með dóm Hæstaréttar, sem í morgun dæmdi henni í vil í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Ég er náttúrulega bara í skýjunum yfir þessari niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan sem við erum búin að bíða eftir lengi og hún er mikilvæg fyrir fatlað fólk almennt, sérstaklega þegar kemur að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Freyja í samtali við fréttastofu. Nú haldi matsferlið áfram. „Ég fer á námskeiðið hjá Barnaverndarstofu sem er ætlað fólki sem hefur sótt um að gerast fósturforeldrar og hefur fengið jákvæða umsögn eins og ég fékk. Þá heldur þetta eðlilega ferli, sem hefði átt að halda áfram fyrir fjórum árum síðan, áfram núna.“Hvenær heldurðu að þú getir séð fram á það, hvort að draumur þinn um að gerast fósturforeldri verði að veruleika?„Það er kannski erfitt að segja hvað það taki langan tíma og er misjafnt í tilviki allra en fyrsta skrefið er að fara á námskeiðið og fá endanlegt mat. En ég bind vonir við að það verði fyrr en síðar.“Tilhögun hæfnismatsins um margt óljós Dómur Hæstaréttar í málinu var birtur á vef dómstólanna klukkan tíu í morgun. Þar er rakið að Freyja hafi byggt kröfu sína fyrst og fremst á því að Barnaverndarstofa hafi ekki rannsakað málið nægilega áður en tekin var ákvörðun um að synja umsókn hennar. Umsókninni hefði verið synjað á grundvelli ætlaðrar vanhæfni hennar án þess að gefa henni áður færi á að sækja námskeið. Litið var fyrst til þess við úrlausn málsins að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess að fullnægja kröfum sem gerðar eru til fósturforeldris samkvæmt reglugerð væri ekki skýr. Í reglugerðinni væru ekki sett skilyrði fyrir því að umsækjandi sæki námskeið að fenginni jákvæðri umsögn barnaverndarnefndar en umsækjanda beri að sækja umrætt námskeið áður en leyfi er veitt. Enn fremur hafi sú niðurstaða að gefa hefði átt Freyju kost á að fara á umrætt námskeið, áður en ákvörðun var tekin um umsókn hennar, stuðning í grein í handbók Barnaverndarstofu. Þá kæmi fram á heimasíðu Barnaverndarstofu á þeim tíma sem hér um ræðir, þar sem námskeiðið var kynnt, að skilyrði til þátttöku á námskeiðinu væri að umsækjandi hefði samþykki barnaverndarnefndar í heimilisumdæminu sem fósturforeldri. Í máli Freyju hefði átt að líta sérstaklega til þess markmiðs laga um fatlaða, sem stoð eiga í stjórnarskrá, að Freyju yrðu skapaðar „sem sambærilegastar aðstæður og ófötluðum einstaklingum án þess þó að raska þeim grundvallarhagsmunum barns að það sem því er fyrir bestu sé ávallt í fyrirrúmi.“ Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja Freyju um leyfi til að gerast fósturforeldri á þessu stigi málsins, án þess að gefa henni áður kost á að sækja umrætt námskeið, væri þannig í andstöðu við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms var því staðfest. Allur gjafsóknarkostnaður Freyju greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn málflutningsþóknun lögmanns hennar, ein og hálf milljón króna. Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir, doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, segist hæstánægð með dóm Hæstaréttar, sem í morgun dæmdi henni í vil í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. Í dómi Hæstaréttar var m.a. litið til þess að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess verða fósturforeldri væri um margt óljós. Freyja sendi Barnaverndarstofu umsókn um að taka barn í fóstur en var synjað um að sitja matsnámskeið sem umsóknaraðilum er gert að taka. Héraðsdómur hafnaði í fyrrasumar kröfu Freyju um að fella ákvörðunina úr gildi en Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við í mars. Hæstiréttur komst að sömu niðurstöðu í morgun. „Ég er náttúrulega bara í skýjunum yfir þessari niðurstöðu. Þetta er niðurstaðan sem við erum búin að bíða eftir lengi og hún er mikilvæg fyrir fatlað fólk almennt, sérstaklega þegar kemur að réttinum til réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Freyja í samtali við fréttastofu. Nú haldi matsferlið áfram. „Ég fer á námskeiðið hjá Barnaverndarstofu sem er ætlað fólki sem hefur sótt um að gerast fósturforeldrar og hefur fengið jákvæða umsögn eins og ég fékk. Þá heldur þetta eðlilega ferli, sem hefði átt að halda áfram fyrir fjórum árum síðan, áfram núna.“Hvenær heldurðu að þú getir séð fram á það, hvort að draumur þinn um að gerast fósturforeldri verði að veruleika?„Það er kannski erfitt að segja hvað það taki langan tíma og er misjafnt í tilviki allra en fyrsta skrefið er að fara á námskeiðið og fá endanlegt mat. En ég bind vonir við að það verði fyrr en síðar.“Tilhögun hæfnismatsins um margt óljós Dómur Hæstaréttar í málinu var birtur á vef dómstólanna klukkan tíu í morgun. Þar er rakið að Freyja hafi byggt kröfu sína fyrst og fremst á því að Barnaverndarstofa hafi ekki rannsakað málið nægilega áður en tekin var ákvörðun um að synja umsókn hennar. Umsókninni hefði verið synjað á grundvelli ætlaðrar vanhæfni hennar án þess að gefa henni áður færi á að sækja námskeið. Litið var fyrst til þess við úrlausn málsins að tilhögun mats á hæfni einstaklings til þess að fullnægja kröfum sem gerðar eru til fósturforeldris samkvæmt reglugerð væri ekki skýr. Í reglugerðinni væru ekki sett skilyrði fyrir því að umsækjandi sæki námskeið að fenginni jákvæðri umsögn barnaverndarnefndar en umsækjanda beri að sækja umrætt námskeið áður en leyfi er veitt. Enn fremur hafi sú niðurstaða að gefa hefði átt Freyju kost á að fara á umrætt námskeið, áður en ákvörðun var tekin um umsókn hennar, stuðning í grein í handbók Barnaverndarstofu. Þá kæmi fram á heimasíðu Barnaverndarstofu á þeim tíma sem hér um ræðir, þar sem námskeiðið var kynnt, að skilyrði til þátttöku á námskeiðinu væri að umsækjandi hefði samþykki barnaverndarnefndar í heimilisumdæminu sem fósturforeldri. Í máli Freyju hefði átt að líta sérstaklega til þess markmiðs laga um fatlaða, sem stoð eiga í stjórnarskrá, að Freyju yrðu skapaðar „sem sambærilegastar aðstæður og ófötluðum einstaklingum án þess þó að raska þeim grundvallarhagsmunum barns að það sem því er fyrir bestu sé ávallt í fyrirrúmi.“ Ákvörðun Barnaverndarstofu um að synja Freyju um leyfi til að gerast fósturforeldri á þessu stigi málsins, án þess að gefa henni áður kost á að sækja umrætt námskeið, væri þannig í andstöðu við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga. Niðurstaða hins áfrýjaða dóms var því staðfest. Allur gjafsóknarkostnaður Freyju greiðist úr ríkissjóði, þar með talinn málflutningsþóknun lögmanns hennar, ein og hálf milljón króna.
Barnavernd Dómsmál Tengdar fréttir Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20 Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45 Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Freyja hafði betur gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti Dómurinn staðfesti dóm Landsréttar, sem dæmdi Freyju í vil. 30. október 2019 09:20
Freyja heldur ótrauð áfram Landsréttur sneri í gær við dómi héraðsdóms í máli Freyju og Barnaverndarstofu þar sem henni hafði verið meinað að gerast fósturforeldri. Freyja fær nú að sitja námskeið þar sem hæfni hennar til að gerast fósturforeldri verður metin. 23. mars 2019 07:45
Foreldrum Freyju Haralds sárnar umræðan: „Fólk veit ekki hvað það er að tala um“ Freyju Haraldsdóttir þekkja flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni enda hefur fólk verið duglegt að lýsa skoðun sinni á henni, skoðunum hennar og hvað því finnst hún geta eða ekki geta. 4. apríl 2019 10:30