WOW enn á flugi í Tælandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2019 10:45 VietJet air lét sér nægja til að byrja með að setja límmiða á stél vélarinnar og hreyfla. Hún er því ennþá fjólublá og merkt WOW air í bak og fyrir. Instagram/toeychincha Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Þrátt fyrir að starfsemi WOW air hafi verið stöðvuð þann 28. mars síðastliðinn má enn sjá vél flugfélagsins bregða fyrir í háloftunum. Líti íbúar og gestir Tælands til himins gætu þeir rekið augun í vélina, sem enn er í fjólubláum einkennislit hins fallna flugfélags. Umrædd vél er af gerðinni Airbus 321 og bar heitið TF-NOW þegar hún var í flota WOW air, á árunum 2017 til 2019. Undir það síðasta hafði TF-NOW verið í leiguflugsverkefni á milli Miami í Flórída og Kúbu og tengdist því ekki hefðbundnu áætlunarflugi WOW frá Íslandi. Fjórum dögum áður en starfsemi WOW var endanlega stöðvuð kyrrsetti eigandi TF-NOW, írski leigusalinn Jin Shan 20 Company, vélina í Miami. Þaðan var henni flogið til Toulouse í Frakklandi í júníbyrjun og hafði verið svo gott sem verkefnalaus þangað til í byrjun október, þegar hið víetnamska Vietjet tók hana á leigu.Fjólublá með límmíðum Í samskiptum við Vísi segir talsmaður flugfélagsins að jú, vélin sé í fullri notkun og beri þær merkingar sem sjá má á myndinni hér að ofan. Hún sé ennþá fjólublá og með stórri WOW-letrun á hliðunum. Hún heiti þó ekki lengur TF-NOW heldur beri í dag merkinguna HS-VKM, auk þess sem Vietjet hafi sett merki sitt á stél hennar og hreyfla. Þessar vikurnar sé hún einungis notuð til innanlandsflugs í Tælandi, frá höfuðborginni Bangkok til Chiang Mai og Phuket, en til stendur að nota vélina einnig til millilandaflugs. Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður hópsins sem nú vinnur að endurreisn WOW air, gat lítið tjáð sig um málið þegar Vísir spurði hann hvort einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við merkingar vélarinnar. Þó má ætla að Michele Ballarin og félagar þurfi ekki að aðhafast mikið, það er ekki fyrirhugað að vélin verði fjólublá að eilífu. „Fljótlega verður hún máluð í hefðbundnum einkennislitum Vietjet,“ segir talsmaður víetnamska flugfélagsins en þá má sjá hér að neðan. Næsti kafli í lífi TF-Now verður hvítur og appelsínugulur á lit.Getty/NurPhoto
Fréttir af flugi Taíland WOW Air Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira