„Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 21:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins. Vísir/Baldur Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni. Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. Konur sem standa fyrir undirskriftarsöfnun þess efnis segja að mæðrum sem greina frá áhyggjum af ofbeldi í forsjár-og umgengnismálum sé gert ókleift að vernda börnin sín. Um mánuður er síðan um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis. Sigrún Sif Jóelsdóttir talskona hópsins segir að nauðsyn hafi rekið þær áfram. „Við stofnuðum þessa hreyfingu til að vekja athygli á bágri réttarstöðu þeirra barna sem eru þolendur heimilisofbeldis eða kynferðisofbeldis í fjölskyldum. Hreyfingunni var hrundið af stað vegna endurtekinna úrskurða og umfjallana um umgengnis og forsjármál þar sem börn eru skikkuð í umgengni við gerendur sem höfðu beitt þau ofbeldi,“ segir Sigrún. Tvö þúsund manns skrifuðu undir áskorun til dómsmálaráðherra Konurnar fóru af stað með undirskriftarsöfnun fyrir tæpum mánuði. Þar er því m.a. hafnað að lögð sé sú krafa á mæður og börn, að dómur vegna ofbeldis yfir aðila í forsjár- eða umgengnismáli sé skilyrði fyrir því um mat á ofbeldishættu sé virt. Þá er bent á að það sé reglan en ekki undantekningin að mæður sem greina frá áhyggjum sínum af ofbeldi í forsjár- og umgengnismálum sé ekki trúað. Undirskriftarsöfnuninni er lokið og skrifuðu um tvöþúsund manns undir hana. Dómsmálaráðherra og ráðuneyti eru krafin um að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. „Krafan er að að börnum sé tryggð vernd í ákvörðun sýslumanns og dómara í umgengni við feður í ofbeldismálum. Þolendur ofbeldis eru í alltof mörgum tilvikum látnir bera ábyrgðina á gerendum sínum í gegnum málavinnsluna. Viðhorfið verður að lagast og það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi. Því miður er reynslan oft sú að því ljótari sem brotin eru því meiri ringlureið verður í kerfinu,“ segir Sigrún sem segist persónulega vita af yfir 20 slíkum málum. „Við viljum að það sé hlustað á okkur og horft á upplýsingarnar sem koma fram í ofbeldismálunum. Það eru alltof mörg dæmi þess að það sé ekki gert,“ segur Sigrún. Mesta sjokkið að þetta sé ennþá svona Kona sem vill ekki koma fram undir nafni en segist hafa verið skikkuð til að umgangast stjúpföður sinn sem barn þrátt fyrir að hafa greint frá kynferðisofbeldi af hans hálfu og kært hann til lögreglu furðar sig á hvað lítið hefur breyst. „Það er mesta sjokkið að sjá að það er nánast ekkert breytt. Að vísu hefur yfirheyrsluferlið breyst það er komið inní Barnahús en að öðru leyti hefur lítið breyst,“ segir hún. Við segjum nánar frá reynslu kvenna sem greindu frá kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu forsjáraðila og voru þvingaðar til að umgangast þá í fréttum á næstunni.
Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira