Þurfa að loka flutningsleið sprengiefnisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 19:42 Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja. Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja.
Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47