Innleiðing 5G getur stórlega fækkað slysum í umferðinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Vísir/Vilhelm Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035. Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Innleiðing 5G fjarskiptakerfisins gæti stóraukið öryggi bæði akandi og gangandi vegfarenda innan ekki langs tíma. Með hraðari boðskiptum geta bifreiðar hagað sér eftir aðstæðum framundan og þannig afstýrt slysum og létt á umferð. Klukkan níu í morgun hófst rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar í Hörpu og stendur hún til klukkan fimm. Þar eru kynnt margs konar rannsóknar- og þróunarstarf sem rannsóknasjóður Vegagerðarinnar hefur styrkt. Meðal annars munu Gunnar Páll Stefánsson, rafmagnsverkfræðingur, og Hrönn Karolína Scheving Hallgrímsdóttir, samgönguverkfræðingur frá Mannvit verkfræðistofu, kynna rannsókn sem þau vinna að um áhrif 5G á samgönguinnviði í framtíðinni. En með 5G fjarskiptatækninni eykst magn, hraði og nákvæmni upplýsinga mikið frá því sem nú er í 4G. „Ef við berum saman viðbragðstíma manneskju á stöðvunarvegalengd þá erum við að tala um 250 millisekúndur. Með 4G erum við komin niður í 200 millisekúndur og svo er talið að með 5G séum við komin niður í eina millisekúndu,“ segir Hrönn Karolína. Stöðvunarvegalengdin styttist því töluvert með 5G. Þannig megi draga töluvert úr umferðarslysum en talið sé að rekja megi um 22 prósent slysa á höfuðborgarsvæðinu til vegalengdar milli ökutækja. Rannsóknir gefi til kynna að fækka megi umferðarslysum um 60 til 80 prósent. Með þessari tækni geti bílar sent skilaboð sín á milli. „Og jafnvel líka vegfarendur með síma og tengdir 5G. Þá geta þeir sent skilaboð í bílana, hvort þeir eru að fara að þvera götu og þá geta bílar farið að hægja á sér. Þá er svartíminn orðinn svo stuttur að skilaboðin berast hratt og þá vita þeir að vegfarandi er að fara yfir götuna,“ segir Hrönn Karolína. Með 5G tækninni megi líka stýra umferðinni betur en nú, til að mynda framhjá slysum og umferðarhnútum. Evrópusambandið styrki rannsóknir á þessum málum um fjóra milljarða evra. Fjarskiptafyrirtækin stefni á innleiðingu á næstu árum en talið sé að 5G verði komið á gott ról á árunum 2030 til 2035.
Fjarskipti Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira