150 milljónir króna áætlaðar vegna brunaskemmda í Seljaskóla Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2019 09:21 Tjónið var mikið eftir brunann í maí. vísir/jóhann k Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Kostnaður við viðgerðir vegna brunaskemmda í Seljaskóla í Reykjavík er áætlaður 150 milljónir króna. Innkauparáð Reykjavíkurborgar samþykkti í síðustu viku að semja við verktakafyrirtækið Kappa ehf um endurbætur á húsnæði skólans en eldur kom þar upp bæði í mars og maí síðastliðinn. Í fundargerð ráðsins kemur fram að áætluð upphæð samningskaupa sé 150 milljónir króna og sé áætlað er að húsnæðið verði tilbúið til kennslu eigi síðar en haustið 2020. Bruni varð í tengigangi milli húsa 7 og 9 í skólanum þann 8. mars síðastliðinn og þá varð nær altjón á húsi 4 í eldsvoða þann 12. maí. Þrír piltar játuðu aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoðans í maí. Bruninn í maí hafði mikil áhrif á skólastarfið þar sem loka þurfti sex kennslustofum. Þurfti hluti nemenda í Seljaskóla um tíma að sækja nám í Fellaskóla.Verktaki á vegum VÍS Húseignir borgarinnar eru brunatryggðar hjá VÍS, en í samningi vegna brunatrygginga er tiltekið að borgin geti valið að láta tryggingafélagið sjá um viðgerð eftir tjón í stað greiðslu tryggingabóta. Í samræmi við samninginn hafi verið ákveðið að verktakafyrirtækið Kappar ehf, sem er á vegum VÍS, sjái um vinnuna í Seljaskóla á vegum tryggingafélagsins sem brunatryggingin nær yfir. Samhliða framkvæmdunum á vegum tryggingafélagsins hefur verið ákveðið að gera talsverðar breytingar á húsnæðinu frá því sem áður var, til að það samræmist núgildandi kröfum reglugerða, kennsluháttum og áherslum í skólastarfi. Snúa breytingarnar að því að tryggja aukið öryggi með tilliti til brunavarna, og gera breytingar á lagnakerfum. Kostnaði við framkvæmdirnar verður hlutfallslega skipt milli borgarinnar og VÍS eftir því sem við á.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05 Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Sjá meira
Játa aðild að íkveikju sem leiddi til eldsvoða í Seljaskóla Rannsókn lögreglu á bruna í Seljaskóla aðfaranótt sunnudagsins 12. maí síðastliðins er langt komin. 16. maí 2019 14:05
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða Skólastarf mun hefjast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti í dag en starfsmenn skólans nýttu daginn í gær í hreinsun á skólanum. 14. maí 2019 07:45