Tónlistarmenn frekar en kynning á landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 07:45 Þorbjörg varði doktorsritgerð sína síðasta sumar. Fréttablaðið/Anton Brink „Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira
„Útgangsspurningin hjá mér var kannski hver væru sérkenni íslenskrar tónlistar. Þetta spratt upp úr smá pirringi hjá mér yfir að vera að lesa endalaust umfjallanir um íslenska tónlist þar sem íslensk tónlist er sögð innblásin af náttúru og landslagi. Það rímaði ekki alveg við mína upplifun,“ segir Þorbjörg Daphne Hall, dósent í tónlistarfræðum við Listaháskóla Íslands. Þorbjörg er meðal rúmlega 250 fræðimanna sem halda erindi á Þjóðarspeglinum að þessu sinni. Þessi ráðstefna í félagsvísindum er nú haldin í tuttugasta sinn í Háskóla Íslands. Erindi Þorbjargar er hluti af málstofu um íslenska dægurtónlist en það byggir á doktorsritgerð hennar sem hún varði við Háskólann í Liverpool í sumar. Í ritgerðinni greindi Þorbjörg umfjöllun um íslenska tónlist og hvernig hún er sett fram í heimildarmyndum. „Ég talaði líka við tónlistarmenn um hvernig þeir sjálfir lýsa einkennum tónlistarsenunnar og greindi hvernig þeir setja sína tónlist fram í myndböndum og kynningarefni,“ segir Þorbjörg. Myndirnar sem hún dró fram hafi togast á og ekki verið samrýmanlegar. „Það er líka innri togstreita hjá tónlistarmönnum. Þeir vilja ekki endilega setja sig í þetta íslenska box en gera það kannski af því það virkar svo vel. Sumir þeirra sem ég talaði við vilja bara vera tónlistarmenn en ekki landkynning fyrir Ísland,“ útskýrir Þorbjörg. Á fyrsta áratug aldarinnar, þegar hljóðheimur krúttanna hafi verið ríkjandi, hafi þetta jafnvel haft áhrif á tónlistarsköpunina. „Ég held að þetta sé aðeins öðruvísi núna. Á þessum tíma var verið að leita eftir ákveðnu hljóði frá Íslandi. Það var eitthvað ákveðið sem passaði í boxið íslensk tónlist.“ Þorbjörg segir að listamenn eins og Björk og Sigur Rós hafi auðvitað haft gríðarleg áhrif á það hvernig fólk úti í heimi hugsar um íslenska tónlist. „Þetta er tónlistin sem er í kollinum á fólki þegar það er að skoða íslenska tónlist. Um leið og það opnar dyr fyrir suma getur það verið útilokandi fyrir þá sem passa ekki í þetta box. Það er akkúrat þessi togstreita sem ég er að skoða.“ Að sögn Þorbjargar eru rannsóknir á dægurtónlist vaxandi fræðigrein í heiminum. Tónlistarfræði séu hins vegar almennt ekki mjög sterk á Íslandi, þar sem ekki sé hægt að læra þau hérlendis. Þó hafi hún og Arnar Eggert Thoroddsen skilað doktorsritgerðum um dægurtónlist á þessu ári. „Við erum með gríðarlega mikið af flottum listamönnum og við viljum ekki síður hafa fólk til að fjalla um listina og listamennina og segja okkur hvaða þýðingu þetta hefur. Það er mjög mikilvægt að mínu mati,“ segir Þorbjörg. Málstofan sem ber heitið „Íslensk dægurtónlist – vaxandi rannróknarvettvangur“ hefst klukkan 15 í dag og fer fram í stofu 101 í Odda.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Sjá meira