Zúistar fá ekki dráttarvexti eða skaðabætur ofan á fimmtíu milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 14:47 Trúfélagið Zuism stefndi ríkinu vegna þess að sóknargjöldum var haldið eftir frá 2016 til 2017 vegna óvissu um hver stýrði félaginu. Zúistar vildu reisa hof í Reykjavík en var hafnað hjá Reykjavíkurborg. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. Einnig hafnaði héraðsdómur að skaðabótaskylda ríkisins yrði viðurkennd í málinu. Þetta staðfestir Eiríkur Áki Eggertsson, lögmaður ríkisins í málinu, í samtali við Vísi.Engin merkjanleg starfsemi Upphaf málsins má rekja til þess að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hugðist afskrá Zuism árið 2015. Félagið hafði þá verið skráð trúfélag frá árinu 2013 en engin merkjanleg starfsemi fór fram á vegum þess. Félagsmenn voru aðeins tveir til fjórir frá 2013 til 2015. Þá höfðu forsvarsmenn félagsins hvorki tilkynnt um nýjan forstöðumann eftir að sá fyrri hætti né skilað skýrslum um starfsemina eins og þeim bar skylda til að gera. Áður en til afskráningar kom auglýsti sýslumaður eftir aðstandendum félagsins í Lögbirtingarblaðinu. Þá gaf sig fram hópur fólks, sem virðist hafa viljað nota félagið til að gagnrýna lagaumhverfi trúfélaga á Íslandi, og var Ísak Andri Ólafsson viðurkenndur forstöðumaður í júní 2015. Sú ákvörðun var síðar felld úr gildi og var Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda Zuism, viðurkenndur forstöðumaður í september árið 2017.Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism eftir að Sóley Rut Magnúsdóttir, kona Einars, sagði sig úr stjórn í vor. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra.VísirÁ meðan greitt var úr hver ætti raunverulegt tilkall til forstöðumannsstólsins hélt ríkið eftir sóknargjöldum til Zuism. Eftir að Ágúst Arnar var staðfestur forstöðumaður greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 50 milljónir króna í sóknargjöld í október árið 2017. Ágúst Arnar krafðist þess að fá greidda dráttarvexti fyrir það tímabil sem sóknargjöldunum var haldið eftir og skaðabætur vegna þess. Sýslumaður stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum til Zuism aftur í febrúar á þessu ári og vísaði til vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga um trúfélög í „víðtækum skilningi“. Aðalmeðferð í öðru dómsmáli Zuism gegn ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar verður tekið fyrir í desember. Eins og staðan er í dag eru sóknargjöld ekki greidd til félagsins.Fjölgaði úr fjórum í rúmlega þrjú þúsund á nokkrum vikum Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, hélt því fram við aðalmeðferð málsins að Ágúst Arnar, núverandi forstöðumaður Zuism, hefði ekki vitað af breytingum á skráningu forstöðumanns í félaginu fyrr en á seinni hluta árs 2015. Hann hafi þá gert kröfu um að það yrði leiðrétt. Um svipað leyti voru zúistar farnir að berast nokkuð á í fjölmiðlum. Þannig vakti mikla athygli þegar hópurinn undir forystu Ísaks Andra auglýsti í nóvember 2015 að Zuism hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Við það snarfjölgaði félagsmönnum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru þannig fjórir skráðir í Zuism 1. janúar árið 2015. Ári síðar, um tveimur mánuðum eftir loforðið um endurgreiðslu sóknargjaldanna, voru þeir orðnir 3.087 talsins.Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Siglufirði.Fréttablaðið/PjeturFjárhagur Zuism tók einnig stakkaskiptum við þessa sprengingu í félagafjölda. Sóknargjöld sem ríkið greiddi Zuism fyrir árið 2015 og byggði á félagafjölda 1. desember árið 2014 námu 29.664 krónum vegna þriggja félagsmanna. Ári síðar átti Zuism rétt á rúmum 32 milljónum króna frá ríkinu vegna þeirrar miklu fjölgunar félagsmanna sem hafði átt sér stað í millitíðinni. Engu að síður hafnaði Gunnar Egill, lögmaður Zuism, því í héraðsdómi að sannað væri að fjölgun félagsmanna hefði haft nokkuð að gera með Ísak Andra og hópinn sem lofaði endurgreiðslu sóknargjalda. „Það gat allt eins verið flótti úr þjóðkirkjunni,“ sagði lögmaðurinn sem taldi annað „yfirlætisleg“ rök ríkislögmanns.Sakar fulltrúa sýslumanns um ýmis brot Gunnar Egill setti fram alvarlegar ásakanir á hendur Halldóri Þormari Halldórssyni, lögfræðingi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, í málflutningsræðu sinni. Sakaði hann Halldór Þormar um að hafa unnið með Ísaki Andra og félögum hans að yfirtöku Zuism, um að hafa borið ljúgvtni, eytt opinberum gögnum og hunsað erindi Ágústs Arnars ítrekað. Eiríkur Áki Eggertsson, lögmaður ríkisins, fullyrti á móti að athugun á hver færi með yfirráð í Zuism sem olli því að sóknargjöldum var haldið eftir hafi verið lögmæt. Óvissan um yfirráðin hafi verið tilkomin vegna þess að núverandi stjórnendur Zuism hefðu látið hjá líða að tilkynna sýslumanni um nýjan forstöðumann eftir starfslok upphaflegs forstöðumanns í lok árs 2013 og að skila öðrum gögnum sem þeim bar. Þá hafi fjöldi félagsmanna verið talinn undir lögmætum viðmiðum. Þetta er í annað skipti sem mál Zuism um dráttarvexti og skaðabætur er höfðað. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunum í febrúar árið 2017. Landsréttur vísaði dráttarvaxtakröfunni aftur heim í hérað en staðfesti frávísun kröfunnar um viðurkenningu skaðabótaskyldu. Kröfurnar tvær voru sameinaðar aftur við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur sem nú er lokið.Tveir núverandi og fyrrverandi stjórnendur hlotið þunga dóma Zuism hlaut skráningu sem trúfélag árið 2013 eftir að álitsnefnd innanríkisráðuneytisins hafði áður mælt með því að umsókn þess yrði hafnað í tvígang. Í upphafi var Ólafur Helgi Þorgrímsson skráður forstöðumaður félagsins og bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir stjórnarmenn. Lögmaður Zuism viðurkenndi fyrir dómi að sýslumanni hafi ekki verið send tilkynning um nýjan forstöðumann eftir fráhvarf Ólafs Helga og þar til Ágúst Arnar krafðist þess að vera skráður forstöðumaður árið 2015. Aldrei voru fleiri en fjórir skráðir í félagið eftir stofnun og þar til hópurinn undir forystu Ísaks Andra tók tímabundið við árið 2015. Ólafur Helgi óskaði eftir því að vera afskráður forstöðumaður í febrúar árið 2014. Hann hefur sagst ótengdur félaginu síðan. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota í tengslum við ferðaþjónustufyrirtækið Ævintýrareisur í júní.Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar sagði Vísi í fyrra að trúfélagið hafi aldrei haft starfsemi þar.Vísir/VilhelmÍ Firmaskrá Íslands er Zuism enn skráð til heimilis að Askalind 8 í Kópavogi. Það er sama heimilisfang og fyrirtækisins Luxury Adventurs þar sem Ólafur Helgi er einn eigenda. Í óskildu máli var Einar Ágústsson dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum í Landsrétti í fyrra. Einar sat enn í stjórn Zuism árið 2017 samkvæmt nýlegustu upplýsingum um stjórn félagsins sem Vísir hefur getað nálgast til þessa. Saman hafa Einar og Ágúst Arnar verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter fyrir ýmsum nýsköpunarverkefnum. Kickstarter lokaði einni slíkri söfnun vegna samstarfs fyrirtækisins við löggæsluaðila á Íslandi. Bræðurnir voru báðir rannsakaðir vegna meintra fjárglæpa sem tengdust fjárfestingarleið Seðlabankans á þeim tíma sem gjaldeyrishöft voru við líði. Ágúst var aldrei ákærður.Milljóna tap og engin merki um starfsemi Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur forstöðumaður Zuism í september 2017 tók hann upp loforð Ísaks Andra og félaga um endurgreiðslur á sóknargjöldum. Ágúst Arnar hefur hins vegar aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna. Félagið hefur frá 2017 til byrjun árs 2019 fengið tugi milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu.Engin starfsemi virðist fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það er enn skráð með lögheimili að Nethyl þar sem Vísir hefur fengið staðfest að félagið rak aldrei starfsemi. Þá hefur Ágúst Arnar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjárreiður Zuism. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað um átta milljónum króna. Óskilgreind útgjöld félagsins voru þar sögð nema á fjórða tug milljóna króna. Í febrúar sendi Ágúst Arnar frá sér tilkynningu um að hann hefði stigið til hliðar sem forstöðumaður og að ný stjórn, sem hefði verið kjörin á aðalfundi í september í fyrra, ætlaði að auglýsa eftir nýjum. Eftir að í ljós kom að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslu sóknargjalda til félagsins frá því í febrúar sagðist Ágúst Arnar ætla að stýra félaginu áfram í apríl. Aldrei hefur komið fram hverjir voru kjörnir í stjórn Zuism á aðalfundinum í september. Engar upplýsingar er að finna um það á vefsíðu Zuism né Facebook-síðu. Fyrirspurnum um hverjir skipa nýju stjórnina hefur ekki verið svarað. Dómsmál Zuism Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag íslenska ríkið af greiðslu dráttarvaxta á sóknargjöldum til trúfélagsins Zuism sem haldið var eftir á meðan greitt var úr hver færi með yfirráð í trúfélaginu frá 2016-2017. Einnig hafnaði héraðsdómur að skaðabótaskylda ríkisins yrði viðurkennd í málinu. Þetta staðfestir Eiríkur Áki Eggertsson, lögmaður ríkisins í málinu, í samtali við Vísi.Engin merkjanleg starfsemi Upphaf málsins má rekja til þess að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hugðist afskrá Zuism árið 2015. Félagið hafði þá verið skráð trúfélag frá árinu 2013 en engin merkjanleg starfsemi fór fram á vegum þess. Félagsmenn voru aðeins tveir til fjórir frá 2013 til 2015. Þá höfðu forsvarsmenn félagsins hvorki tilkynnt um nýjan forstöðumann eftir að sá fyrri hætti né skilað skýrslum um starfsemina eins og þeim bar skylda til að gera. Áður en til afskráningar kom auglýsti sýslumaður eftir aðstandendum félagsins í Lögbirtingarblaðinu. Þá gaf sig fram hópur fólks, sem virðist hafa viljað nota félagið til að gagnrýna lagaumhverfi trúfélaga á Íslandi, og var Ísak Andri Ólafsson viðurkenndur forstöðumaður í júní 2015. Sú ákvörðun var síðar felld úr gildi og var Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda Zuism, viðurkenndur forstöðumaður í september árið 2017.Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism eftir að Sóley Rut Magnúsdóttir, kona Einars, sagði sig úr stjórn í vor. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra.VísirÁ meðan greitt var úr hver ætti raunverulegt tilkall til forstöðumannsstólsins hélt ríkið eftir sóknargjöldum til Zuism. Eftir að Ágúst Arnar var staðfestur forstöðumaður greiddi Fjársýsla ríkisins félaginu út rúmar 50 milljónir króna í sóknargjöld í október árið 2017. Ágúst Arnar krafðist þess að fá greidda dráttarvexti fyrir það tímabil sem sóknargjöldunum var haldið eftir og skaðabætur vegna þess. Sýslumaður stöðvaði greiðslur á sóknargjöldum til Zuism aftur í febrúar á þessu ári og vísaði til vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga um trúfélög í „víðtækum skilningi“. Aðalmeðferð í öðru dómsmáli Zuism gegn ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar verður tekið fyrir í desember. Eins og staðan er í dag eru sóknargjöld ekki greidd til félagsins.Fjölgaði úr fjórum í rúmlega þrjú þúsund á nokkrum vikum Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, hélt því fram við aðalmeðferð málsins að Ágúst Arnar, núverandi forstöðumaður Zuism, hefði ekki vitað af breytingum á skráningu forstöðumanns í félaginu fyrr en á seinni hluta árs 2015. Hann hafi þá gert kröfu um að það yrði leiðrétt. Um svipað leyti voru zúistar farnir að berast nokkuð á í fjölmiðlum. Þannig vakti mikla athygli þegar hópurinn undir forystu Ísaks Andra auglýsti í nóvember 2015 að Zuism hygðist endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Við það snarfjölgaði félagsmönnum. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru þannig fjórir skráðir í Zuism 1. janúar árið 2015. Ári síðar, um tveimur mánuðum eftir loforðið um endurgreiðslu sóknargjaldanna, voru þeir orðnir 3.087 talsins.Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Siglufirði.Fréttablaðið/PjeturFjárhagur Zuism tók einnig stakkaskiptum við þessa sprengingu í félagafjölda. Sóknargjöld sem ríkið greiddi Zuism fyrir árið 2015 og byggði á félagafjölda 1. desember árið 2014 námu 29.664 krónum vegna þriggja félagsmanna. Ári síðar átti Zuism rétt á rúmum 32 milljónum króna frá ríkinu vegna þeirrar miklu fjölgunar félagsmanna sem hafði átt sér stað í millitíðinni. Engu að síður hafnaði Gunnar Egill, lögmaður Zuism, því í héraðsdómi að sannað væri að fjölgun félagsmanna hefði haft nokkuð að gera með Ísak Andra og hópinn sem lofaði endurgreiðslu sóknargjalda. „Það gat allt eins verið flótti úr þjóðkirkjunni,“ sagði lögmaðurinn sem taldi annað „yfirlætisleg“ rök ríkislögmanns.Sakar fulltrúa sýslumanns um ýmis brot Gunnar Egill setti fram alvarlegar ásakanir á hendur Halldóri Þormari Halldórssyni, lögfræðingi sýslumannsembættisins á Norðurlandi eystra, í málflutningsræðu sinni. Sakaði hann Halldór Þormar um að hafa unnið með Ísaki Andra og félögum hans að yfirtöku Zuism, um að hafa borið ljúgvtni, eytt opinberum gögnum og hunsað erindi Ágústs Arnars ítrekað. Eiríkur Áki Eggertsson, lögmaður ríkisins, fullyrti á móti að athugun á hver færi með yfirráð í Zuism sem olli því að sóknargjöldum var haldið eftir hafi verið lögmæt. Óvissan um yfirráðin hafi verið tilkomin vegna þess að núverandi stjórnendur Zuism hefðu látið hjá líða að tilkynna sýslumanni um nýjan forstöðumann eftir starfslok upphaflegs forstöðumanns í lok árs 2013 og að skila öðrum gögnum sem þeim bar. Þá hafi fjöldi félagsmanna verið talinn undir lögmætum viðmiðum. Þetta er í annað skipti sem mál Zuism um dráttarvexti og skaðabætur er höfðað. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfunum í febrúar árið 2017. Landsréttur vísaði dráttarvaxtakröfunni aftur heim í hérað en staðfesti frávísun kröfunnar um viðurkenningu skaðabótaskyldu. Kröfurnar tvær voru sameinaðar aftur við meðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur sem nú er lokið.Tveir núverandi og fyrrverandi stjórnendur hlotið þunga dóma Zuism hlaut skráningu sem trúfélag árið 2013 eftir að álitsnefnd innanríkisráðuneytisins hafði áður mælt með því að umsókn þess yrði hafnað í tvígang. Í upphafi var Ólafur Helgi Þorgrímsson skráður forstöðumaður félagsins og bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir stjórnarmenn. Lögmaður Zuism viðurkenndi fyrir dómi að sýslumanni hafi ekki verið send tilkynning um nýjan forstöðumann eftir fráhvarf Ólafs Helga og þar til Ágúst Arnar krafðist þess að vera skráður forstöðumaður árið 2015. Aldrei voru fleiri en fjórir skráðir í félagið eftir stofnun og þar til hópurinn undir forystu Ísaks Andra tók tímabundið við árið 2015. Ólafur Helgi óskaði eftir því að vera afskráður forstöðumaður í febrúar árið 2014. Hann hefur sagst ótengdur félaginu síðan. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ólaf Helga í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota í tengslum við ferðaþjónustufyrirtækið Ævintýrareisur í júní.Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar sagði Vísi í fyrra að trúfélagið hafi aldrei haft starfsemi þar.Vísir/VilhelmÍ Firmaskrá Íslands er Zuism enn skráð til heimilis að Askalind 8 í Kópavogi. Það er sama heimilisfang og fyrirtækisins Luxury Adventurs þar sem Ólafur Helgi er einn eigenda. Í óskildu máli var Einar Ágústsson dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að svíkja um 74 milljónir króna út úr fjórum einstaklingum í Landsrétti í fyrra. Einar sat enn í stjórn Zuism árið 2017 samkvæmt nýlegustu upplýsingum um stjórn félagsins sem Vísir hefur getað nálgast til þessa. Saman hafa Einar og Ágúst Arnar verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter fyrir ýmsum nýsköpunarverkefnum. Kickstarter lokaði einni slíkri söfnun vegna samstarfs fyrirtækisins við löggæsluaðila á Íslandi. Bræðurnir voru báðir rannsakaðir vegna meintra fjárglæpa sem tengdust fjárfestingarleið Seðlabankans á þeim tíma sem gjaldeyrishöft voru við líði. Ágúst var aldrei ákærður.Milljóna tap og engin merki um starfsemi Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur forstöðumaður Zuism í september 2017 tók hann upp loforð Ísaks Andra og félaga um endurgreiðslur á sóknargjöldum. Ágúst Arnar hefur hins vegar aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna. Félagið hefur frá 2017 til byrjun árs 2019 fengið tugi milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu.Engin starfsemi virðist fara fram á vegum Zuism og félagið virðist án húsnæðis. Það er enn skráð með lögheimili að Nethyl þar sem Vísir hefur fengið staðfest að félagið rak aldrei starfsemi. Þá hefur Ágúst Arnar ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjárreiður Zuism. Í ársskýrslu sem Zuism skilaði sýslumanni fyrir árið 2017 kom fram að félagið hefði tapað um átta milljónum króna. Óskilgreind útgjöld félagsins voru þar sögð nema á fjórða tug milljóna króna. Í febrúar sendi Ágúst Arnar frá sér tilkynningu um að hann hefði stigið til hliðar sem forstöðumaður og að ný stjórn, sem hefði verið kjörin á aðalfundi í september í fyrra, ætlaði að auglýsa eftir nýjum. Eftir að í ljós kom að sýslumaður hafði látið stöðva greiðslu sóknargjalda til félagsins frá því í febrúar sagðist Ágúst Arnar ætla að stýra félaginu áfram í apríl. Aldrei hefur komið fram hverjir voru kjörnir í stjórn Zuism á aðalfundinum í september. Engar upplýsingar er að finna um það á vefsíðu Zuism né Facebook-síðu. Fyrirspurnum um hverjir skipa nýju stjórnina hefur ekki verið svarað.
Dómsmál Zuism Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Fleiri fréttir Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Sjá meira