Mótmæla fyrirhugaðri skólalokun á borgarstjórnarfundi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 14:45 Hópur nemenda úr Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík mættu með mótmælaskilti og tjáðu borgarstjóra að þau vilji ekki að skólanum þeirra verði lokað áður en borgarstjórnarfundur hófst í dag. Vísir/Friðrik Þór Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Foreldrar og nemendur í Kelduskóla Korpu og Kelduskóla Vík fjölmenntu í Ráðhúsið, þar sem nú stendur yfir borgarstjórnarfundur, til að mótmæla áformum borgarinnar um breytingar á grunnskólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi. Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, þurfti að beina þeim tilmælum til viðstaddra á pöllum borgarstjórnarsalsins um að klappa ekki eða vera með frammíköll. Tillagan, sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, var fyrsta mál á dagskrá fundarins og standa umræður um hana nú yfir en Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs, mælti fyrir tillögunni. Gert er ráð fyrir að frá og með næsta skólaári verði engin kennsla í Korpu, unglingaskóli verði í Kelduskóla Vík, sem fá mun nafnið Víkurskóli og í Engjaskóla og Borgarskóla verður kennsla 1.-7. bekkjar.Fjölmennt var fyrir utan fundarsal borgarstjórnar áður en fundur hófst.Vísir/Friðrik ÞórMeirihluti skóla- og frístundaráðs hefur heitið því að gerðar verði samgöngubætur milli hverfanna og að þegar sé hafin vinna við að tryggja fjármagn til þess. Foreldrar hafa margir hverjir lýst efasemdum um að staðið verði við þau loforð enda hafi samgöngubótum verið lofað áður en ekki hafi verið staðið við.Sjá einnig: Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ótrúverðugSamkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að deild Kelduskóla í Korpu verði aðeins lokað tímabundið, eða þar til fjöldi nemenda í hverfinu nær ákveðnu lágmarki. Skólinn er sá fámennasti í Reykjavík en við hann nema tæplega sextíu börn í 1.-7. bekk. Málflutningur meirihluta skóla- og frístundaráðs, um að of fá börn séu í hverfinu til að rekstrargrundvöllur sé fyrir hendi, hefur farið nokkuð fyrir brjóstið á foreldrum í hverfinu þar sem í raun búi fleiri börn á grunnskólaaldri í hverfinu. Þau sæki aftur á móti skóla í öðru hverfi vegna fyrri ákvarðana borgaryfirvalda. Þegar Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti máls á þessu í ræðu sinni brutust út fagnaðarlæti á pöllunum. Pawel beindi þeim tilmælum þá til viðstaddra að hafa þögn á pöllunum og vera ekki að klappa eða hafa uppi frammíköll. Það virtist ekki duga til en áhorfendur klöppuðu aftur að lokinni ræðu Valgerðar Sigurðardóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem barist hefur gegn tillögunni. Pawel útskýrði þá aftur fyrir viðstöddum að ef ekki yrði þögn á pöllunum yrði að vísa áhorfendum frá.Það er fjölmennt á pöllunum í dag.Vísir/Elín
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira