Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2019 14:14 Kristinn Hrafnsson segir réttarfarslegan skandal að níu ár hafi tekið að komast að niðurstöðunni í dag. Vísir/Vilhelm Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017. Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Yfirheyrslur fóru fram í sumar vegna málsins en svo heyrðist ekkert fyrr en í dag. Kristinn segist hafa setið orðlaus yfir blaðamannafundi sænska saksóknarans Evu-Marie Persson þegar greint var frá niðurfellingunni í hádeginu í dag. „Saksóknarinn talaði um veikan vitnisburð hins meinta fórnarlambs og ónógar sannanir til að byggja undir málið. Það tók sum sé níu ár að komast að þessu. Þetta mál hefur lyktað frá upphafi og er rammpólitískt eins og Nilz Melzer, sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum pyntinga hefur sagt. Þetta er ekkert annað en réttarfarslegur skandall.“ Kristinn minnir þó á það sem hann kallar „stóra málið“, ákæru ríkisstjórnar Donald Trump sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Hvenær ætlar fólk að vakna og sjá hversu alvarlegt það mál er? Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda.“ Málið gegn Assange sé byggt á njósnalöggjöfinni bandarísku sem aldrei áður hafi verið misbeitt gegn blaðamanni. „Þetta er alvarlegasta aðför að frelsi fjölmiðla á Vesturlöndum á síðari tímum. Þetta er árás á lýðræðið.“ Assange er stofnandi Wikileaks og er nú í öryggisfangelsi í Lundúnum eftir að hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann fékk hæli í sendiráði Ekvadors eftir að ásakanirnar um nauðgun komu upp árið 2010. Stjórnvöld í Ekvador ráku hann á dyr í apríl síðastliðinn og var hann í kjölfarið handtekinn af bresku lögreglunni. Eftir að Assange var handtekinn ákváðu sænskir saksóknarar að taka málið upp að nýju, en rannsókninni hafði verið hætt árið 2017.
Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30
Fylgdust með Assange allan sólarhringinn Spænska öryggisfyrirtækið Undercover Global S. L. deildi myndböndum og hljóðskrám af fundum Julian Assange með lögmönnum sínum og öðrum með leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. 28. september 2019 21:39