Vilja geta lokað áður en fólk lendir í sjónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:02 Skjáskot úr myndbandi sem ferðamaður í tók í Reynisfjöru 11. nóvember síðastliðinn. Myndbandið má sjá neðar í fréttinni. Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fjögur ráðuneyti hafa ákveðið að ráðast í gerð áhættumats við Reynisfjöru vegna tíðra slysa á svæðinu. Gert er ráð fyrir að matið muni nýtast vel þegar grípa þarf til tímabundinna lokana í fjörunni. Í síðustu viku slasaðist ferðamaður á öxl þegar alda tók hann með sér og velti um í fjörunni. Greint er frá málinu í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Ráðuneytin sem standa að gerð hættumatsins eru dómsmálaráðuneytið, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið ásamt samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu.Sjá einnig: „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir í samtali við Vísi að hættumatið muni auðvelda lögreglu og öðrum viðeigandi aðilum að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða, til dæmis lokana, þegar aðstæður gefa tilefni til þess. „Þessi lokun er hugsuð fyrir þessar aðstæður sem geta myndast, sem hættumatið á í rauninni að hjálpa okkur við að meta. Þannig að við getum mögulega lokað áður en fólk lendir í sjónum.“Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á SuðurlandiVísir/Stöð2Sveinn vonast til þess að hættumatið taki sem stystan tíma en nú taki við vinnsla úr umfangsmiklu gagnasafni, m.a. frá Veðurstofu Íslands og Vegagerðinni. Aðspurður segir hann að varanlegar lokanir við Reynisfjöru séu þó ekki í pípunum. „Við ætlum að byrja á að fá þetta mat í gegn og þessa áhættugreiningu, og sjá hvert það leiðir okkur. Það er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um lokun eða slíkt, ekki nema svæðið undir hamrinum þar sem grjóthrunið varð en það er náttúrulega búið að vera lokað síðan hrundi.“ Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og þar hafa ítrekað orðið slys síðustu ár, einkum meðal erlendra ferðamanna sem virðast virða viðvörunarskilti í fjörunni að vettugi. Nú síðast slasaðist ferðamaður í fjörunni 11. nóvember síðastliðinn þegar alda hrifsaði hóp ferðamanna með sér og velti um í fjörunni.Myndband af atvikinu, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, vakti mikla athygli. Þórólfur Sævar Sæmundsson leiðsögumaður sagði í samtali við Vísi að hann hefði aldrei séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og í umrætt skipti. Sveinn segist þó ekki merkja aukningu í slysum á svæðinu, þau verði jafnt og þétt yfir árið. „Okkur vantar nú þetta tól til að geta sagt: Nú eru þær aðstæður að það er ekki forsvaranlegt að hafa svæðið opið. Við erum að halda áfram að gera okkar besta til að tryggja öryggi fólks á svæðinu,“ segir Sveinn. Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðustu ár. Bandarísk kona á áttræðisaldri beið bana þegar brimalda hrifsaði hana út á dýpið árið 2007. Árið 2016 lést kínverskur ferðamaður um fertugt þegar stór alda sló honum í bergið. Síðast varð banaslys tengt briminu í janúar í fyrra þegar þýsk kona fór í sjóinn við Kirkjufjöru.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru í dag Litlu mátti muna að verr færi en ítrekað hefur verið sagt frá atvikum þar sem ferðamenn eru hætt komnir í fjörunni. 15. september 2019 16:59
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði