Fólk leiði hugann að viðbragðsaðilum og fórnarlömbum umferðarslysa Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 17. nóvember 2019 14:54 Slökkviilðsmenn á vettvangi umferðarslyss Vísir/Vilhelm Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“ Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár og fjöldi fólks slasast alvarlega. Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í dag fór fram athöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landsítalans í Fossvogi að þessu tilefni. Þetta er áttunda árið þar sem slík athöfn fer fram hér á landi og fórnarlamba umferðarslysa er minnst. Dagurinn er einnig tileinkaður viðbragðsaðilum sem kallaðir eru á vettvang að sögn Einars Magnúsar Magnússonar, sérfræðings í öryggismálum hjá Samgöngustofu. „Það er að segja þá sem að eru kallaðir til á vettvang slysa og þurfa oft við mjög erfiðar aðstæður að takast á við hlutina. Við Íslendingar eigum þessu fólki svo mikið að þakka,“ segir Einar í samtali við fréttastofu.Fimm of mikið Samgöngustofa og Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið standa að baki viðburðinum en tilgangurinn dagsins er meðal annars að hvetja fólk til þess að leiða hugann að tilefninu og ekki síður þeirri ábyrgð sem hver og einn ber í umferðinni. Sambærilegar athafnir voru haldnar víða um landið. „Við viljum hvetja fólk til þess að helga þennan dag því að leiða hugann að þeim viðbragðsaðilum sem að bjarga okkur og hjálpa okkur og líka leiða hugann að þeim fórnarlömbum umferðarslysa sem eru því miður svo mörg.“ Um fjögur þúsund manns láta lífið í umferðarslysum í heiminum á degi hverjum og hundruð þúsunda slasast. Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu hafa 1578 manns látist í umferðinni hér á landi frá því að fyrsta banaslysið varð í umferð hér á landi árið 1915. Nokkrir hafa látist í ár. „Þegar þessi orð eru sögð núna þá hafa fimm látist í umferðinni hér á landi, það er vitanlega fimm of mikið og það er fjöldi fólks sem hefur slasast alvarlega.“
Samgöngur Umferðaröryggi Tengdar fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26 Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46 Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40 Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49 Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt. 15. nóvember 2019 09:26
Tíu fluttir á slysadeild eftir umferðarslys á Reykjanesbraut Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru sjö sjúkrabílar og tveir dælubílar sendir á vettvang. 1. nóvember 2019 16:46
Allir dregnir óökufærir af slysstað Fimm bíla árekstur varð við Turninn í Kópavogi í morgun. 28. október 2019 13:40
Fluttur á sjúkrahús eftir umferðarslys á Grindavíkurvegi Bíllinn var dreginn af vettvangi með dráttarbifreið. 28. október 2019 13:49