Einn handtekinn vegna innbrots í Gerðarsafn í nótt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 07:56 Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins. Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Nóttin var erilsöm sjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið var um útköll þar sem fólk var í annarlegu ástandi. Virtist góða skapið „vera einhvers staðar víðs fjarri“ samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Um sjötíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 19:00 til 05:00 og að minnsta kosti sjö einstaklingar þurftu að gista í fangaklefa eftir nóttina. Einn aðili var handtekinn fyrir að hafa brotist inn í Gerðarsafn. Þjófurinn náðist nokkrum mínútum eftir innbrotið og þýfið komst aftur til skila. Í Garðabæ var annar maður handtekinn vegna líkamsárásar og í Kópavogi var aðili handtekinn vegna hótanna og eignaspjalla. Einn var handtekinn vegna líkamsárásar í Grafarvogi. Allir voru þeir vistaðir í fangaklefa. Maður slasaðist eftir fall í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Ekki er vitað um meiðsl hans en hann var fluttur á slysadeild. Lögregla fékk tilkynningu um konu í mjög annarlegu ástandi í Breiðholti. Konan lá þá úti og var henni komið undir læknishendur. Afskipti voru höfð af erlendum aðila í hverfi 101 þar sem hann var að áreita fólk. Maðurinn gat enga grein gert fyrir sér og né framvísað skilríkjum samkvæmt dagbók lögreglu en einnig fundust fíkniefni á manninum. Hann var vistaður í fangaklefa. Annar maður var handtekinn í hverfi 101 og vistaður í fangaklefa þar sem hann var í mjög annarlegu ástandi og ekki með nokkru móti hægt að tjónka við hann. Ökumaður grunaður um ölvun við akstur var tekinn eftir að hann ók á móti einstefnu. Maður var handtekinn á stolnum bíl í Garðabæ. Maðurinn undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum. Maðurinn var vistaður í fangaklefa. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna. Í nótt barst lögreglu tilkynning um stúlku í mjög annarlegu ástandi í hverfi 113, stúlkunni var komið undir læknishendur ásamt því að móðir stúlkunnar var upplýst um málið. Tilkynning var send á Barnavernd vegna atviksins.
Kópavogur Lögreglumál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira