Nokkur orð um loftslagskvíða Hulda Jónsdóttir Tölgyes og Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Hulda Jónsdóttir Tölgyes Loftslagsmál Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Um þessar mundir líður varla sá dagur þar sem við fáum ekki fréttir af loftslagsvánni í fjölmiðlum. Þar er rætt um yfirvofandi hörmungar, að við verðum að bregðast við af mikilli hörku og breyta okkar venjum hið snarasta. Vissulega er mikilvægt að bregðast við, en hjá sumum ná loftslagsáhyggjur og kvíði yfirhöndinni og valda umtalsverðu uppnámi. Er það gagnlegt? Ef marka má nýlega umhverfiskönnun MMR hafa um 70% landsmanna miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Hlutfallið fer upp í 77% þegar fólk á aldrinum 18-29 ára á í hlut. Þegar fólk er spurt hvort það hafi breytt hegðun sinni undanfarið ár segjast 86% hafa gert nokkrar eða miklar breytingar. Algengast er að fólk flokki sorp og dragi úr neyslu. Loftslagsmál virðast því ofarlega í huga fólks og margir leggja sitt af mörkum til að sporna við vandanum. Í sálfræðistörfum okkar hittum við reglulega fólk sem hefur miklar áhyggjur af loftslagsmálum. Þessar áhyggjur eru mismiklar og líklegast mestar meðal þeirra sem hafa ríka tilhneigingu til áhyggna. Sumir þeirra eru haldnir almennri kvíðaröskun sem einkennist af hamlandi áhyggjum samfara pirringi, eirðarleysi, einbeitingarleysi, þreytu, svefntruflunum og vöðvaspennu. Hóflegar áhyggjur eru gagnlegar Upp að vissu marki fá áhyggjur okkur til að bregðast við aðsteðjandi hættu.Tökum dæmi af heilsukvíða. Hóflegar heilsufarsáhyggjur gera það að verkum að við hugsum vel um líkama okkar og leitum til lækna þegar við á. Þegar heilsufarsáhyggjur verða aftur á móti of miklar engjumst við um og aðhöfumst fátt, forðumst læknisheimsóknir eða sækjum í endurteknar rannsóknir sem aðeins slá á kvíðann til skamms tíma. Það sama á við um loftslagskvíða. Mikilvægt er að horfast í augu við vandann sem vissulega er áhyggjuefni. Hóflegar áhyggjur fá okkur til að leggja okkar af mörkum og sýna gott fordæmi. Við getum spurt okkur hvað við getum gert hér og nú og gagnlegt getur verið að búa til viðmið um hvað við erum tilbúin að gera í þágu málefnisins. Í framhaldi má endurskoða þau viðmið með reglulegu millibili. Þá má minna sig á að við erum mannleg og getum ekki verið fullkomin að þessu leyti. Ef loftslagsáhyggjur verða of miklar er hætt við að okkur fallist hendur og verðum vonleysinu að bráð. Við gætum jafnvel reiðst yfir aðgerðaleysi annarra sem aðeins kemur niður á okkar líðan. Hér má minna sig á að aðrir eru mannlegir eins og við. Mannskepnan hefur alltaf átt erfitt með að horfast í augu við alvarlega atburði svo sem veikindi og hamfarir. Við höldum gjarnan að ekkert slæmt komi fyrir okkur og förum gjarnan í afneitun þegar upp koma erfiðleikar. Til skamms tíma reynist okkur auðveldara tilfinningalega að stinga hausnum í sandinn. Hvernig má draga úr loftslagskvíða? Þegar loftslagskvíði er orðinn alltumlykjandi er ástæða til að gera eitthvað í málunum. Til dæmis þegar við erum meira og minna með stanslausar áhyggjur og náum ekki að slaka á og njóta lífsins. Okkur finnst við jafnvel ekki mega líta glaðan dag og taka lífinu létt inn á milli. Það getur hins vegar alveg farið saman að taka ábyrgð á framtíðinni og að leyfa sér að njóta líðandi stundar. Ef við erum gjörn á áhyggjur höfum við líkast til lítið óvissuþol og eigum erfitt með að vita ekki hvernig hlutirnir fara. Hins vegar er nú lífið þannig að við vitum aldrei hvað gerist næst og erfiðleikar óhjákvæmilegir. Gott getur verið að æfa sig að þola við í óvissunni með því að segja við sig: „svo fer sem fer”, en ákveða samt að leggja sitt af mörkum til loftslagsmála og huga að hamingju sinni og annarra. Til að auka óvissuþol má æfa sig í að sækja í óvissu á ýmsum sviðum. Til dæmis með því að gera eitthvað óvænt, taka smávægilegar áhættur, fara ótroðnar slóðir, rækta hæfileika sína og breyta til. Einnig er mikilvægt að leyfa sér að gera stundum mistök, vera mannlegur og dæma sig og aðra ekki of hart fyrir að fara stundum út af sporinu. Ef þessi ráð duga ekki til, hvetjum við fólk til að leita sér sérhæfðrar aðstoðar en það má vel ná góðum tökum á áhyggjum og kvíða. Höfundar eru sálfræðingar við Kvíðameðferðarstöðina.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun