Formaður Blaðamannafélags Íslands segist ekki bjartsýnn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 18:46 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. vísir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að fundur félagsins hjá Ríkissáttasemjara í dag hafi gengið ágætlega. Fundurinn hafi verið um klukkutíma langur en hann hafi ekki skilað niðurstöðu. Ákveðið var að funda í smærri hópi á morgun en fundað verður á ný hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi á fimmtudag. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því um áramót og hafa viðræður staðið í rúma sex mánuði. „Ég er ekki bjartsýnn, því miður, en á meðan að menn eru að tala saman er alltaf von til þess að mönnum takist að leysa málið með einhverjum hætti og við erum klárlega að vinna að því og maður reynir. Svo sjáum við bara hvert það leiðir en það er ómögulegt að segja hvernig þetta fer. Það er auðvitað orðið mjög áríðandi að við reynum að leysa málið,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu. Hann segir að 30 tilvik af því sem félagið telji verkfallsbrot hafa komið upp á mbl.is og eitt tilvik hafi komið upp á RÚV þegar verkfall félagsins fór fram síðastliðinni föstudag. „Ég var á fundi með okkar lögmanni í morgun og eyddi hluta helgarinnar í það að undirbúa gögn fyrir hann um verkfallsbrotin. Hann er að undirbúa stefnu til félagsdóms og ég vona að hún klárist á morgun.“ Boðað hefur verið til verkfalls föstudaginn 15. nóvember, en þá verða störf lögð niður í átta klukkutíma, 22. nóvember, og verða störf þá lög niður í tólf klukkutíma, auk þess sem verkfall hefur verið boðað 28. nóvember náist samkomulag ekki. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka Atvinnulífsins, staðfesti að hluti samninganefndarinnar muni hittast aftur á morgun og að boðað hafi verið til fundar af Ríkissáttasemjara á fimmtudag. „Hver fundur færir okkur nær lausn.“Fréttin var uppfærð kl. 20:50 eftir að rætt hafði verið við framkvæmdarstjóra Samtaka Atvinnulífsins.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Gerir ekki athugasemd við það ef Blaðamannafélagið leitar til Félagsdóms Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir leikreglur verkfalla nokkuð skýrar. 8. nóvember 2019 20:00
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum var í dag. 8. nóvember 2019 19:30