Ætla að sannreyna reynslusögur sem berast um „báknið“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Miðflokkurinn auglýsti eftir reynslusögum um samskipti við opinbera aðila á dögunum. Þingmenn ætla í framhaldinu að leggja fram lausnir. Vísir/samsett Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins. Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins ætla að sannreyna upplýsingar sem koma fram í reynslusögum um samskipti við ríkið, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort og hvaða sögur verða birtar. Miðflokkurinn auglýsti á dögunum eftir reynslusögum almennings um „kerfið“, óbilgirni af hálfu þess opinbera eða óeðlilegar hindranir stjórnkerfisins við stofnun eða reksturs fyrirtækja eða í daglegu lífi. Segir flokkurinn það hluta af forgangsverkefni sínum um að takast á við „báknið“. Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, segir við Vísi að flokkurinn ætli að greina upplýsingarnar sem honum berast og raða eftir málaflokkum til að kortleggja það sem helst situr í fólki. Í framhaldinu reyni þingmenn að greiða úr málum í sínum málaflokki og finna lausnir. „Það getur verið misjafnt hvað við gerum við sögurnar sem við fáum. Það getur verið að leggja til lagabreytingar, þingsályktanir eða einfaldlega að vekja athygli á hlutum sem margir lenda í og benda á leiðir til lausnar,“ segir Jón.Jón Pétursson, aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.AðsendTaka ekki við neinu skoðunarlaust Spurður að því hvort að flokkurinn muni sannreyna sögurnar sem berast segir Jón að það verði gert, meðal annars með fyrirspurnum til ráðherra. Eins séu þingmenn flokksins í mörgum tilfellum sérfróðir á sínu sviði. „Við munu skoða öll mál út frá mörgum hliðum. Við tökum ekki við neinu skoðunarlaust,“ segir hann. Ekki liggur enn fyrir hvað verður um reynslusögurnar sem Miðflokkurinn fær í hendur. Jón segir að farið verði með þær sem trúnaðarmál og þær verði ekki birtar nema viðkomandi gefi fyrir því leyfi. Því reikni hann ekki endilega með því að sögurnar verði birtar. Flokknum hafi þegar borist sögur um fólk sem hefur lent í óbilgirni af hálfu opinberra aðila, um langan tíma sem hefur tekið að fá úrlausn mála og að ná rétti þegar fólk hefur verið beitt rangindum og um óþarfar tafir þegar fólk sækir rétt sinn. „Svoleiðis mál eiga ekki endilega við stefnu ákveðins flokks,“ segir Jón spurður að því hvort að sögurnar verði valdar sérstaklega til að falla að og styðja stefnumál Miðflokksins.
Alþingi Miðflokkurinn Stjórnsýsla Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira