Ósáttur við leigubílafrumvarp sem opnar dyrnar fyrir Uber og lyft Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Daníel Orri Einarsson, formaður Frama. Vísir/Friðrik Þór Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“ Leigubílar Samgöngur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Stöðvarskylda og fjöldatakmarkanir eru afnumdar í leigubílafrumvarpi samgönguráðherra sem opnar á farveitur á borð við Uber og Lyft. Leigubílstjórar eru ekki hrifnir af frumvarpinu. Frumvarpinu er ætlað að tryggja gott aðgengi, hagkvæmari og öruggari leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. Eftirlitsstofnun EFTA taldi líkur á að íslensk löggjöf um leigubifreiðar fæli í sér aðgangshindranir sem fara gegn EES-samningnum. Því eru stöðvarskylda og aðgangstakmarkanir afnumdar verði frumvarpið að lögum sem tækju gildi í júlí árið 2021. Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama segir glapræði að afnema aðgangstakmarkanir. „Það er komin reynsla af slíku á Norðurlöndum, Finnlandi til dæmis, líka Hollandi, þar sem leigubifreiðamarkaður hefur verið opnaður. Þar hefur þjónustan versnað og verðið hækkað.“ Afnám stöðvaskyldu er einnig slæm hugmynd því stöðvarnar hafa eftirlit með bílstjórum. „Þegar farþegar þurfa að leita til stöðva út af töpuðum hlutum eða fólk er einfaldlega týnt. Börn eru send með leigubílum, aldraðir. Svo hefur fólk sem er gleymið tekið leigubíla án þess að vita af því, hvert ætla aðstandendur þá að snúa sér?“ Með frumvarpinu eru stigin skref sem gera farveitum á borð við Uber og Lyft að starfa hér. Þurfa þær að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum verður gert. Bílstjórar farveita þurfa að hafa gilt rekstrarleyfi og gilt atvinnuleyfi. Daníel vonar að frumvarpið verði endurskoðað. „Og taka tillit til þess að það eru ekki við nokkrir leigubílstjórar sem munu hljóta sakaðan af, heldur almenningur sem mun hljóta skaða af verri þjónustu.“
Leigubílar Samgöngur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira