Ekki verið að binda endi á drauma Akureyringa um millilandaflugvöll Andri Eysteinsson skrifar 28. nóvember 2019 20:45 Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Á fundinum í dag kom fram að ráðast eigi í tveggja milljarða króna framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll en ekkert slíkar áætlanir eru fyrir hendi fyrir Akureyrarflugvöll. „Það er mikill pólitískur stuðningur við að stuðla við þá stefnu ríkisstjórnarinnar um að opna fleiri gáttir inn á landið, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sem ræddi við Þóri Guðmundsson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bætti Sigurður Ingi við að sú stefna hafi gengið hvað best á Akureyri. En til þess að bæta flugöryggi sé ódýrast, skilvirkast og hagkvæmast að gera það á Egilsstöðum. „Loksins erum við komin með svör við öllum spurningunum, nú þurfum við að fá svör við því sem hefur verið haldið fram að hafi legi fyrir áður en það er ekki. Veðurfarsrannsóknir í tvö ár, rannsóknir á vatnsvernd og fleiri umhverfisþáttum, frekari flugprófanir. Á sama tíma ætlum við að gera aðra þætti eins og að kanna áhrifin af því að færa innanlandsflug í Hvassahraun. Eftir tvö ár höfum við þá öll gögn í höndunum til þess að geta tekið ákvörðun, segir Sigurður Ingi og minnir á að í skýrslunni segir að það geti tekið 15-17 ár að byggja, flugvöll. Við erum þá að segja það hér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 17 ár. Sigurður sagði ferlið ekki komið á þann stað að hægt sé að segja til um hvort fengið verði til erlent fyrirtæki sem sérhæfi sig í byggingu og rekstri flugvalla. Sigurður segir þá að það sé gríðarlega mikilvægt þegar tekin er ákvörðun um hvort ráðast skuli í svo miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem geti haft svo mikil efnahagsleg áhrif, að hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum. Skýrslan gefi allar þær upplýsingar sem til þurfi. Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Ekki er verið að binda enda á drauma Eyfirðinga um millilandaflugvöll á Akureyri með fyrirhugaðri uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugvelli. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins. Á fundinum í dag kom fram að ráðast eigi í tveggja milljarða króna framkvæmdir við Egilsstaðaflugvöll en ekkert slíkar áætlanir eru fyrir hendi fyrir Akureyrarflugvöll. „Það er mikill pólitískur stuðningur við að stuðla við þá stefnu ríkisstjórnarinnar um að opna fleiri gáttir inn á landið, sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sem ræddi við Þóri Guðmundsson í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bætti Sigurður Ingi við að sú stefna hafi gengið hvað best á Akureyri. En til þess að bæta flugöryggi sé ódýrast, skilvirkast og hagkvæmast að gera það á Egilsstöðum. „Loksins erum við komin með svör við öllum spurningunum, nú þurfum við að fá svör við því sem hefur verið haldið fram að hafi legi fyrir áður en það er ekki. Veðurfarsrannsóknir í tvö ár, rannsóknir á vatnsvernd og fleiri umhverfisþáttum, frekari flugprófanir. Á sama tíma ætlum við að gera aðra þætti eins og að kanna áhrifin af því að færa innanlandsflug í Hvassahraun. Eftir tvö ár höfum við þá öll gögn í höndunum til þess að geta tekið ákvörðun, segir Sigurður Ingi og minnir á að í skýrslunni segir að það geti tekið 15-17 ár að byggja, flugvöll. Við erum þá að segja það hér að Reykjavíkurflugvöllur verður í Vatnsmýrinni næstu 17 ár. Sigurður sagði ferlið ekki komið á þann stað að hægt sé að segja til um hvort fengið verði til erlent fyrirtæki sem sérhæfi sig í byggingu og rekstri flugvalla. Sigurður segir þá að það sé gríðarlega mikilvægt þegar tekin er ákvörðun um hvort ráðast skuli í svo miklar framkvæmdir, framkvæmdir sem geti haft svo mikil efnahagsleg áhrif, að hafa öll nauðsynleg gögn í höndunum. Skýrslan gefi allar þær upplýsingar sem til þurfi.
Akureyri Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Stefna að því að flytja flugstarfsemi úr Vatnsmýri yfir í Hvassahraun Fullyrt er í samkomulaginu að samstarfsaðilarnir séu sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi út Vatnsmýrinni yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur að loknum rannsóknum. 28. nóvember 2019 17:50